Fyrirlestur Dr. Corneliusar Holtorf

Hægt er að hlusta á eða hala niður fyrirlestri Dr. Corneliusar Holtorf við Linnæus University í Kalmar frá 3. nóvember 2011 hér.

Einnar viku námskeið á Ísafirði um vernd og nýtingu strand- og neðansjávarminja

Menningarminjar finnast ekki eingöngu á þurru landi; hafsbotninn er einnig ríkur af þeim. Sokkin skipsflök bera hljóðlátan vitnisburð um hamfarir fyrri tíma – en einnig um sögu, efnismenningu, sjósókn og viðskipti. Sjávarsíðan geymir minjar um nytjar og náttúruvit þeirra sem þar höfðust við. 

Í þessu vikunámskeiði verða minjar og menningararfur sjávarsíðunnar, ofan og neðan hafflatar, í brennidepli. Farið verður yfir eðli þeirra, alþjóðlegar aðferðir við skrásetningu og varðveislu (ekki síst með tilliti til hækkunar sjávarborðs) og þann lærdóm sem hægt er að draga af minjum og menningararfi í sjó og við strendur. 

Námskeiðið er kennt á ensku og er á meistarastigi. Kennari er Brad Barr, ráðgjafi hjá Office of National Marine Sanctuaries í Bandaríkjunum og doktorsnemi við Háskólann í Alaska. Gestafyrirlesari er Ragnar Edwardsson. Þetta er í fimmta sinn sem Brad Barr kennir námskeið við Háskólasetur Vestfjarða og er hann vel kunnugur aðstæðum á Íslandi. Glöggt er gests augað! 

Tími: 28.11.2011-02.12.2011 

Frekari upplýsingar um forkröfur, áfangalýsingu, hæfniviðmið, vinnuálag, kostnað og skráningu er að finna á síðu námskeiðsins á vefsíðu Háskólaseturs Vestfjarða, www.uwestfjords.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í netpósti á dagny@uwestfjords.is 

Athugið að innritaðir nemendur við íslenska ríkisháskóla greiða aðeins umsýslugjald. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi.



Spjallkvöld FFÍ "Friðlýstar fornleifar"

Fyrsta spjallkvöld haustins verður haldið á kaffihúsinu Babalú, Skólavörðustíg 22a, n.k. þriðjudag, þ. 15. nóvember kl 20:00. Til að fylgja eftir vel heppnuðum fyrirlestri dr. Cornelius Holtorf er tilvalið að ræða stuttlega um friðlýsingar á fornleifum, tilgang þeirra og markmið.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Með kveðju, Stjórnin.

Forvörður - Þjóðminjasafn Íslands

Forvörður - Þjóðminjasafn Íslands - Reykjavík - 201111/006

3/11/2011

Þjóðminjasafn Íslands

 

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir að ráða forvörð með sérhæfingu í fornleifaforvörslu.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 6 mánaða frá ársbyrjun 2012.

Starfslýsing
Starfið felst í forvörslu gripa sem koma upp við fornleifarannsóknir. Um er að ræða styrkjandi forvörslu forngripa og fornleifa úr lífrænum og ólífrænum efnum og merkingar þeirra. Auk þess tekur forvörður þátt í verkefnum í fyrirbyggjandi forvörslu (pökkun, frágangur gripa í geymslum, eftirlit með umhverfi o.fl.), undirbúningsvinnu vegna sýninga, gerð fræðsluefnis um forvörslu o.þ.h..

Menntun og reynsla
Auglýst er eftir forverði með menntun, þjálfun og reynslu í forvörslu forngripa og annarra safngripa
(kulturhistorisk konserveringstekniker/object conservator) með M.Sc. eða B.Sc. próf í forvörslu.

Launakjör
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Næsti yfirmaður
Næsti yfirmaður er sviðstjóri rannsókna- og varðveislusviðs en fagstjóri forvörslu hefur umsjón með verkefnum forvarða.

Umsóknafrestur
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2011. Skulu umsóknir með ferilskrá, afritum prófskírteina og meðmælum eða upplýsingum um meðmælendur berast skrifstofu safnsins að Suðurgötu 43, 101 Rvk, merkt “forvarsla”.  Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar veita Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðstjóri rannsókna- og varðveislusviðs
(anna.lisa@thjodminjasafn.is), s. 5302200.

Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn Íslands nái markmiðum sínum sem vísinda- og
þjónustustofnun. Starfsmaður leggi áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og jákvætt skapandi andrúmsloft á vinnustað.


Rannsóknarstaða dr. Kristjáns Eldjárns - Þjóðminjasafn Íslands

Rannsóknarstaða dr. Kristjáns Eldjárns - Þjóðminjasafn Íslands - Reykjavík - 201110/066

27/10/2011

Þjóðminjasafn Íslands

 

Við Þjóðminjasafn Íslands er sérstök rannsóknarstaða til rannsókna á sviði þjóðminjavörslu, tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands.

Staðan er auglýst til eins árs og er ætluð fræðimönnum sem sinna rannsóknum á íslenskum þjóðminjum eða öðrum þáttum íslenskrar menningarsögu sem falla undir starfssvið Þjóðminjasafns Íslands. Rannsóknaverkefnum sem unnið er að í rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns er ætlað að efla rannsóknastarfsemi Þjóðminjasafns Íslands almennt. Við ráðningu í stöðuna er m.a. tekið mið af rannsóknastefnu Þjóðminjasafnsins og kemur til greina að tengja sjálfstæða rannsókn við stór rannsóknaverkefni sem þegar er unnið að innan safnsins.

Fræðimaður skal senda inn umsókn, þar sem verkefnið er vandlega skilgreint og hvernig það verði til að efla menningarsögulegar rannsóknir. Verkefnið skal skilgreint sem eins árs verkefni. Umsókn skal fylgja greinargerð um menntun og reynslu af fræðistörfum.

Verkefni, eins og það er afmarkað, lýkur með formlegum verklokum að rannsóknartíma liðnum. Stefnt skal að því að niðurstöður rannsókna verði birtar á viðurkenndum fræðilegum vettvangi en auk þess skulu þær kynntar með fyrirlestri, sýningu eða öðrum hætti innan Þjóðminjasafns Íslands.

Fræðimaður sem gegnir rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns hefur aðstöðu hjá og starfar innan rannsókna- og varðveislusviðs Þjóðminjasafnsins. Fræðimaður skal leggja sitt af mörkum til að efla rannsóknarstarf safnsins og taka þátt í að veita nýjum straumum inn í fræðilega umræðu.

Í reglugerð nr. 896/2006 segir: "Við Þjóðminjasafn Íslands skal vera sérstök rannsóknarstaða, tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Staðan er ætluð fræðimönnum, er sinna rannsóknum á sviði íslenskrar menningarsögu sem fellur undir starfssvið Þjóðminjasafns Íslands. Þjóðminjavörður ræður í stöðuna til allt að tveggja ára. Þjóðminjavörður ákvarðar um launakjör fræðimannsins, innan marka kjarasamninga og fjárheimilda. Fræðimaður skilar áfanga- eða rannsóknarskýrslum árlega. Skal stefnt að því, að niðurstöður rannsókna hans meðan hann gegndi stöðunni birtist á viðurkenndum vísindalegum vettvangi að ráðningartíma loknum. Skulu þær rannsóknarniðurstöður jafnframt varðveittar í Þjóðminjasafni Íslands, eins þótt óbirtar séu."

Umsókn með verkefnislýsingu og ferilskrá sendist Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 43, 101 Reykjavík, fyrir 21.nóvember 2011. 

Upplýsingar eru veittar í síma 530 2200, eða í tölvupósti hjá Önnu Lísu Rúnarsdóttur sviðstjóra rannsókna- og varðveislusviðs (anna.lisa@thjodminjasafn.is) eða Önnu G. Ásgeirsdóttur sviðstjóra fjármála- og þjónustusviðs (anna@thjodminjasafn.is).


Fyrirlestur Dr. Cornelius Holtorf

Á næstu vikum mun koma hingað til lands fornleifafræðingurinn dr. Cornelius Holtorf við Linnæus University í Kalmar. Meðal verka hans eru:

    Holtorf, C. (2005). From Stonehenge to Las Vegas. Archaeology as Popular Culture. Lanham, Altamira Press.

    Holtorf, C. (2007). Archaeology is a Brand! The Meaning of Archaeology in Contemporary Popular Culture. Oxford / Walnut Creek, California, Archaeopress / Left Coast Press.

    Holtorf, C., Piccini, A. (2009). Contemporary Archaeologies: Excavating Now. Frankfurt/M., Peter Lang.

Af þessu tilefni hafa félög fornleifafræðinga á Íslandi FFÍ og FÍF fengið Cornelius til að halda stuttan fyrirlestur fyrir félagsmenn. Fyrirlesturinn mun bera heitið: "Towards an archaeology of heritage" og mun hann fara fram í kjallara Fornleifaverndar ríkisins 3. nóvember n.k. og byrja klukkan 19:00. Útdráttur úr fyrirlestrinum verður birtur síðar.

Vonumst til að sjá sem flesta!


'The Saga-Steads of Iceland' Project

Strengleikar - Miðaldastofa Hugvísindastofnunar

 

Emily Lethbridge

 

flytur

 

'The Saga-Steads of Iceland' Project

 

 

í Árnagarði 423 á morgun, fimmtudaginn 20. október, kl. 16:30

 

 

 

Í fyrirlestrinum fjallar Lethbridge um árlanga rannsóknarferð sína um landið þar sem hún les Íslendingasögur hverja af annarri á söguslóð. Í bakgrunni standa sagnaferðir manna á nítjándu öld og fyrri hluta þeirra tuttugustu, „pílagríma“ á borð við William Gershom Collingwood og William Morris. Rannsóknin snýr ekki síst að vitnisburði héraðsmanna um staðhætti og örnefni sagnanna, söguvitund þeirra, munnlega sagnahefð og hlutskipti sagnanna í nútímamenningu. Hægt er að fylgjast með framgangi rannsóknarinnar á slóðinni http://sagasteads.blogspot.com.

 
Emily Lethbridge er fræðafélagi við deild engilsaxneskra, norrænna og keltneskra fræða við Kamsbrú, þaðan sem hún lauk doktorsprófi 2008.
 
[Léttar veigar á kostnaðarverði að fyrirlestri loknum og umræður.]


Beholding the Speckled Salmon: Folk Liturgies in the Sacred Landscapes of Ireland's Holy Wells

Föstudaginn 14. október n.k. kl. 16,00 mun Celeste Ray, prófessor í mannfræði við University of the South, flytja erindi í stofu 206 í Odda.
Erindið er haldið á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðfræðingafélagsins.


Nánari lýsing:

A lecture by Celeste Ray, Professor of Anthropology, University of he South, USA, will take place on Friday at 4 PM in room 206 in Oddi n:

Beholding the Speckled Salmon: Folk Liturgies in the Sacred Landscapes of Ireland's Holy Wells

Holy wells are springs or other water sources that are foci for spiritual devotion, and as the archaeological record indicates, have remained such for millennia though the religious beliefs celebrated wellside have come and gone. Agricultural reforms, and the lately-deceased economic boom in Ireland, led to the destruction of many wells. Others remain sites of daily Catholic devotions and of annual “patterns,” or Patron days, affirming community identities and honoring locally- or regionally-venerated saints (many of whom are of dubious origin). Known for healing properties, a well’s association with specific ailments attracts particular pilgrims who perform syncretic folk-liturgies in a clockwise circuit and often deposit votive offerings at the site. If devotees see a salmon, an eel, or a trout in the well after prayers, their request is sure to be granted.
However, the increasing presence of international spiritual tourists and neopagans, and their introduction of new types of wellside rituals, contests the sacrality and community ownership of these numinous landscapes. For Irish families who have ritually-maintained particular wells for generations, landscape, liturgy and identity are all mutually-constitutive. These family stewards worry that "inappropriate" visitation and rituals may cause wells to lose their thaumaturgical power or become dangerous places. While most wells are blessed, some retain “cursing stones,” and may have such negative associations that locals avoid the site and hesitate saying its name.
Anthropologist Keith Basso has written about Apache place names serving as “mnemonic pegs” for right living. Likewise the Irish Dinnshenchas (the body of lore about places) “stalks” the Irish with
stories. This paper considers the sociospatial dialectic of these sacred places.


Hugmynda- og skipulagsfundur í þverfræðilegu rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu

Hugmynda- og skipulagsfundur í þverfræðilegu rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu sbr. kynningu að neðan.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. okt. n.k.  kl. 16 í stofu A 231. Áætlað er að ljúka fundi ekki síðar en kl. 17: 30.

Kynning:

Árið 2017 verður þess minnst með ýmsum hætti að 500 ár verða liðin frá upphafi lúthersku siðaskiptanna en þau hafa sett mark sitt ekki aðeins á trúar- og kirkjulíf í Evrópu og víðar um heim heldur jafnframt menningu, samfélag og jafnvel stjórnmál.

Í tilefni af þessum tímamótum hvetur Guðfræðistofnun HÍ til fjölþættra rannsókna á siðaskiptunum og afleiðingum þeirra til lengri eða skemmri tíma á sem flestum sviðum. Er hér átt við rannsóknir á vettvangi guðfræði, sagnfræði, félagsfræði og raunar sem flestum sviðum hug- og félagsvísinda, sem og þverfræðilegar rannsóknir af ýmsum toga. Mun stofnunin leitast við að koma á víðtæku samstarfi þeirra sem áhuga hafa á, gangast fyrir málþingum, málstofum og semínörum, sem og stuðla að útgáfu efnis m.a. í Ritröð Guðfræðistofnunar.

Á komandi vetri mun stofnunin gangast fyrir fundi í þeim tilgangi að kortleggja þær rannsóknir sem þegar eru hafnar af þessu tilefni, varpa fram hugmyndum að nýjum verkefnum og kanna áhuga fyrir frekara samstarfi.

Stjórn Guðfræðistofnunar HÍ   


Ný bloggsíða um fornleifafræði

Nú í september var opnuð ný bloggsíða tileiknuð fornleifafræði.

Síðan heitir Fornleifur og er á vefslóðinni: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/

Umsjónarmaður síðunnar er Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband