Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Fiskveiðimenning á Íslandi

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar www.svs.is tekur nú þátt í evrópsku verkefni um fiskveiðimenningu í Evrópu. Verkefnið er til þriggja ára og lýkur því í 1. sept. 2011. Eitt af hlutverkum Stofnunarinnar er að safna efni sem lýtur að strand- og fiskveiðimenningu þjóðarinnar að fornu og nýju og miðar að því að varðveita, miðla og nýta menningararf sem tengist sjósókn, umhverfisþekkingu sjómanna og sérstakri menningu fiskveiðisamfélaga.

Með tilkomu gagnasafnsins er ætlað að auðvelda aðgengi að upplýsingum og kynningu á einum dýrmætasta þætti íslenskrar menningararfleifðar í nútíð sem fortíð.  Síðustu mánuði höfum við m.a. unnið að því að safan efni í safnið á www.fishernet.is og er þar nú að finna vísi að þvi er koma skal. Þar sem sagnfræðingar eru einn helsti heimildabrunnur okkar langar okkur nú að vita hvort þið eigið efni sem þið viljið senda okkar eða getið vísað okkur á.

Innan tíðar verður þessi vefur opnaður formlega og stefnum við að því að því koma sem mestu efni inn á hann fyrir þann tíma. Á www.fishernet.is er að finna meira efni um verkefnið. Allar athugasemdir og ábendingar vel þegnar.

Með kveðjum góðum og von um gott samstarf,

Sigurbjörg Árnadóttir
verkefnisstjóri
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Borgum v/Norðurslóð
600 Akureyri
s. 460 8988  s. 6951266
sibba@unak.is  sibbaa@internet.is
www.svs.is  www.fishernet.is
www.vitafelagid.com  www.sailhusavik.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband