Haustdagablót FFÍ

Þar sem hið árlega fardagablót sem haldið hefur verið á vori hverju datt upp fyrir nú í vor er ráðgert að halda innan skamms haustmánaðarblót FFÍ.

Tvær dagsetningar koma til greina. Annaðhvort föstudagurinn 30. september eða föstudagurinn 7. október. Viljum við því óska eftir að félagsmenn sem hafa áhuga á að verða með okkur láti vita af því með tölvupósti til stjórnar á netfangið fornleifafraedingafelagid@gmail.com og um leið hvor dagurinn henti betur.

Drög að dagskrá liggja fyrir en blótið mun hefjast með fordrykk í boði FFÍ á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, upp úr klukkan 18:00 en síðan verður haldið á Tapasbarinn þar sem við ætlum að vera mætt klukkan 20:00. Að loknum snæðingi verður svo gleðinni haldið áram á Fornleifafræðistofunni eitthvað fram eftir kvöldi. Séu sérstakar óskir um atriði, uppistand eða samkvæmisleiki verður örugglega hægt að koma því við.

Sem fyrr munu félagsmenn sjá um að greiða allar veitingar úr eigin vasa en fordrykkurinn verður í boði FFÍ. Fyrir þá sem ekki þekkja Tapas-barinn má nálgast matseðil á heimasíðunni: www.tapas.is

Vonum við að flestir sjái sér fært að mæta og skrái sig sem fyrst, helst fyrir n.k. föstudag, og láti einnig vita hvor dagurinn henti betur. Nemendur í fornleifafræði við HÍ, gamlir sem nýir, eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.

Siðareglur fyrir íslenskt vísindasamfélag

Rannís óskar eftir samstarfi við vísindamenn, rannsakendur og fræðimenn til að skapa íslensku vísinda- og rannsóknarsamfélagi sterka siðferðilega umgjörð.

Rannís hefur að beiðni Vísinda- og tækniráðs sett fram tillögur sem er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir vönduð vinnubrögð í vísindum.

Allir sem telja sér málið skylt eru hvattir til að kynna sér það nánar hér og koma á framfæri athugasemdum á netfangið sidareglur@rannis.is fyrir 15. október 2011.


Laus störf hjá Þjóðminjasafninu

Verið er að auglýsa þrjú laus störf á Þjóðminjasafninu sem gætu hentað vel fyrir áhugasama fornleifafræðinga, frekari upplýsingar má nálgast hér og hér.

Umsögn FFÍ um ný menningarminjalög

Hér má nálgast umsögn FFÍ um ný menningarminjalög sem eru til umfjöllunar í menntamálanefnd Alþingis um þessar mundir.

Umsögn FFÍ um safnalög

Hér má nálgast umsögn FFÍ um ný safnalög sem nú liggja fyrir menntamálanefnd Alþingis.

Málþing um taflmennina frá Ljóðhúsum

Við viljum vekja athygli ykkar á málþingi sem haldið verður á föstudaginn, 19. ágúst, í Skálholti. Á Málþinginu verður fjallað um taflmennina sem fundust árið 1831 á eyjunni Lewis eða Ljóðhúsum eins og eyjan er jafnan nefnd í fornum íslenskum heimildum.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér ráðstefnuna er bent á heimasíðu Skálholts:
http://www.skalholt.is/2011/05/20/malthing-um-taflmennina-fra-ljodhusum-19-agust-nk/

Nýleg doktorsritgerð Ragnars Edvardssonar

Hægt er að kaupa nýlega doktorsritgerð Ragnars Edvardssonar, The role of marine resources in the medieval economy of Vestfirdir, Iceland, frá The City Univeristy of New York hér.


Kaleikurinn kemur heim þjóðhátíðardaginn 17. júní að Fitjum í Skorradal

Kæru félagar,


Vekjum athygli á ráðstefnu sem haldin verður á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní að Fitjum í Skorradal.

Dagskráin kaleikurinn kemur heim  þjóðhátíðardaginn 17. júní að Fitjum
Kl. 14:00   
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur kemur frá anmörku til að fjalla um efnið:
Hinn forni kaleikur Fitjakirkju - Saga, greining og hugleiðingar
 
Kl. 14:30     Ívar Þ. Björnsson leturgrafari sem gert hefur nýjan itjakaleik fjallar um gripina af sjónarhóli silfursmiðsins
 
Kl:15:00      Guðsþjónusta í Fitjakirkju - helgaður nýr Fitjakaleikur sem er gjöf frá kirkjubændum. Prestar: Flóki Kristinsson og Kristján Valur Ingólfsson.
Organisti: Steinunn Árnadóttir. Einsöngur: Bjarni Guðmundsson

 
Kl. 16:00 Kirkjukaffi að gömlum og góðum sið
Nánari upplýsingar á: http://www.skorradalur.is/frettir/nr/117405/
Með kveðju, Stjórnin.


Fyrirlestur Páls Theodórssonar

Næstkomandi laugardag, þann 4. júní klukkan 14 mun Páll Theodórsson flytja fyrirlesturinn: Hvenær hófst landnám? Hversu sannfróður var Ari fróði n.k. laugardag, á Fitjum í Skorradal. Sjá nánar á http://www.facebook.com/?ref=home#!/event.php?eid=134087259999726 og http://www.skorradalur.is :
 
Hvenær hófst landnám?  - Hversu sannfróður var Ari fróði?
Landnám Íslands hófst allt að tveimur öldum fyrr en talið hefur verið. Páll Theodórsson eðlisfræðingur hefur kafað í gögn fornleifafræðinga. Þrjár óskildar aðferðir til tímasetningar sanna eldra landnám: Kolefni-14 aldursgreiningar, örkolagreiningar og gjóskulög. Páll mun kynna sannanir fyrir eldra landnámi og mun einnig ræða nokkuð um útbreiðslu skóga á landnámstíð."

Umsögn FFÍ um lög um Þjóðminjasafnið

Hér má nálgast umsögn Fornleifafræðingafélags Íslands um ný lög um Þjóðminjasafnið sem nú eru í meðförum Alþingis.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband