Hugmynda- og skipulagsfundur í þverfræðilegu rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu

Hugmynda- og skipulagsfundur í þverfræðilegu rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu sbr. kynningu að neðan.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. okt. n.k.  kl. 16 í stofu A 231. Áætlað er að ljúka fundi ekki síðar en kl. 17: 30.

Kynning:

Árið 2017 verður þess minnst með ýmsum hætti að 500 ár verða liðin frá upphafi lúthersku siðaskiptanna en þau hafa sett mark sitt ekki aðeins á trúar- og kirkjulíf í Evrópu og víðar um heim heldur jafnframt menningu, samfélag og jafnvel stjórnmál.

Í tilefni af þessum tímamótum hvetur Guðfræðistofnun HÍ til fjölþættra rannsókna á siðaskiptunum og afleiðingum þeirra til lengri eða skemmri tíma á sem flestum sviðum. Er hér átt við rannsóknir á vettvangi guðfræði, sagnfræði, félagsfræði og raunar sem flestum sviðum hug- og félagsvísinda, sem og þverfræðilegar rannsóknir af ýmsum toga. Mun stofnunin leitast við að koma á víðtæku samstarfi þeirra sem áhuga hafa á, gangast fyrir málþingum, málstofum og semínörum, sem og stuðla að útgáfu efnis m.a. í Ritröð Guðfræðistofnunar.

Á komandi vetri mun stofnunin gangast fyrir fundi í þeim tilgangi að kortleggja þær rannsóknir sem þegar eru hafnar af þessu tilefni, varpa fram hugmyndum að nýjum verkefnum og kanna áhuga fyrir frekara samstarfi.

Stjórn Guðfræðistofnunar HÍ   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband