Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hádegisspjall miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13 í Sjóminjasafninu

Fyrsta hádegisspjall vetrarins verður 17. febrúar næstkomandi á Víkinni sjóminjasafni, Grandagarði 8, klukkan 13:00. Efni spjallfundarins verður: "Framtíðarhorfur í fornleifafræði" en fyrirséð er að fjármagn til fornleifarannsókna muni dragast saman á næstu misserum sem og eftirspurn eftir þjónustuverkefnum.

Ráðgert er að hafa þessa spjallfundi með reglulegu millibili fram eftir vori en allar ábendingar með áhugaverð og þörf málefni eru vel þegnar. Við munum einnig stefna á að gera Víkina að okkar fasta stað en safnið er tilbúið að bjóða okkur gott tilboð á kaffi í staðinn, það kemur þó betur í ljós síðar.

Við í stjórninni viljum einnig nota tækifærið og hvetja nema í fornleifafræði til að mæta, sýna sig og sjá aðra.

Með kveðju,
Stjórnin.

Ráðstefna um notkun loftmyndatækni og fjarkönnunar við skráningu fornleifa 25.-27. mars 2010

Auglýsing frá Fornleifavernd ríkisins

Í lok mars standa samtök evrópskra stjórnsýslustofnana fornleifamála ( EAC- Europae Archaeologiae Councilium, heimasíða: http://e-a-c.org/ )  fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um notkun loftmyndatækni og fjarkönnunar við skráningu fornleifa.  Á ráðstefnunni halda erindi margir  helstu sérfræðingar á þessu sviði í Evrópu.
Þátttaka er ókeypis, en það er óskað eftir að þið tilkynnið þátttöku fyrir 10. mars á netfangið: gunnar@fornleifavernd.is


Umsóknarfrestur í Fornleifasjóð til 15. febrúar 2010

Auglýsing frá fornleifasjóði

Fornleifasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum skv. 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. Veittir verða styrkir til verkefna sem stuðla að rannsóknum og varðveislu á fornleifum og forngripum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2010. Á fjárlögum 2010 eru 19,1 milljónir króna til ráðstöfunar. Úthlutunarreglur sjóðsins nr. 73/2004 eru birtar í Stjórnartíðindum og á vef mennta-og menningarmálaráðuneytis, menntamalaraduneyti.is.

Umsóknir, í fjórum eintökum, sendist stjórn fornleifasjóðs, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.

Nánari upplýsingar á vef Menningar- og menntamálaráðuneytisins hér.


Vísindaferð FFÍ og Fornleifafræðistofunnar

Föstudaginn 15. janúar munu FFÍ og Fornleifafræðistofan halda sameiginlega vísindaferð fyrir fornleifafræðinema við Háskóla Íslands. Kynnt verða bæði störf FFÍ og Fornleifafræðistofunnar, boðið verður upp á veigar og spjallað verður fram eftir kvöldi.
Vísindaferðin verður haldin á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 og hefst kl. 19.30.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta!

Kveðja,
Stjórn FFÍ

Ný stjórn FFÍ

Aðalfundur FFÍ fór fram þann 29 desember.
Fyrir fundinum lá meðal annars stjórnarkjör.
 
Nýskipuð stjórn FFÍ er sem hér segir:


Sindri Ellertsson Csillag, formaður

Brynhildur Baldursdóttir 

Ragnheiður Gló Gylfadóttir

Bjarni F. Einarsson, varaformaður

Albína Hulda Pálsdóttir, varamaður


Skýrsla ritara um aðalfund mun berast félagsmönnum í tölvupósti síðar. 

Nýkjörin stjórn FFÍ

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband