Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Meistaraprófsfyrirlestur í fornleifafræði

Þriðjudaginn 30. nóvember flytur Adriana Zugaiar meistaranemi í fornleifafræði fyrirlestur um verkefni sitt sem hún nefnir The orientation of pagan graves in Viking Age Iceland – is there a reason why graves do not follow a fixed rule?

Fyrirlesturinn verður haldinn í aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 222, og hefst kl. 15.

Abstract:
The orientation of graves is a subject that has not been widely explored. While burial orientation is usually recorded in archaeological excavations, little has actually been said about the reason behind the choice of a pagan orientation. By contrast, it is commonly understood that Christian burials traditionally have a west-east orientation, with the head placed at the western end of the grave. This is similar to the layout of churches and in both instances the aim is to view the coming of Christ on the Judgment Day. Although pagan burials are usually associated with a north-south orientation, in Iceland they do not follow a fixed rule as burials could be facing any direction, north, south, east, west etc. This diversity in grave orientation brings to mind questions such as why some graves are orientated differently than the others? Is there a connection with the landscape? E.g.: are they near water, or situated on hills or other landscape features? And if so, what these features meant to the people buried in them or to the people burying their dead? Is it the same in other Nordic countries? How about gender: are male and female buried with the same orientation? Does it have to do with their age? Are there regional similarities or differences? Do animals buried with humans also follow an orientation? Is orientation related to religion or mythology? Or is it just random?

Trúlofunarhringurinn frá Skálholti og heilagleiki hjónabandsins

Þriðjudaginn 30. nóvember mun dr. Agnes S. Arnórsdóttir lektor við sagnfræðideild Árósarháskóla flytja erindið "Trúlofunarhringurinn frá Skálholti og heilagleiki hjónabandsins" í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hringur úr uppgreftrinum í Skálholti
 
 
 
 
Við uppgröftinn í Skálholti árið 2003 fannst lítill hringur sem á er að finna handaband utan um hjarta. Agnes mun færa rök fyrir því að hér sé um trúlofunarhring að ræða, en slíkir hringar voru vinsælir um norðanverða Evrópu á 15. og 16 öld. Í fyrirlestrinum fjallar Agnes um táknræna merkingu slíkra hringa og áhrif kirkju á íslenska hjúskaparsiði.

Jólaglögg FFÍ

steaua_bucharest_1842_crop.jpgJólaglögg FFÍ verður haldið á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, föstudaginn 17. desember kl. 21. Á staðnum verða jólasmákökur, jólatónlist, jólasveinar, jólagleði, jólaskraut og fleira jóla. Tilvalið tækifæri til að ræða jólafornleifafræðina.

Félagar hvattir til að fjölmenna og hafa jóladrykkjarföng meðferðis.

 

Stjórnin

 


Meistaraprófsfyrirlestur í fornleifafræði

Með hús í farangrinum

Þriðjudaginn 23. nóvember flytur Guðlaug Vilbogadóttir meistaranemi í fornleifafræði fyrirlestur um verkefni sitt sem hún nefnir ‚Með hús í farangrinum‘. Fyrirlesturinn verður haldinn í aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 222, og hefst hann kl. 16.

Útdráttur:

Í lokaverkefni sínu fjallar Guðlaug um hús á Íslandi sem hafa verið flutt fyrir miðja síðustu öld. Viðfangsefni hennar eru eingöngu hús sem nýtt hafa verið til íbúðar og voru byggð fyrir 1925 og flutt fyrir 1950. Hún hefur viðað að sér heimildum, bæði rituðum og í samtölum við fjölda fólks, og skrifað sögur meira en tvö hundruð húsa. Í fyrirlestrinum verður sagt frá heimildasöfnun við undirbúning verkefnisins, en engin skráning er til um þessi hús, hvorki hjá sveitarfélögum né Fasteignaskrá Íslands. Við úrvinnslu þessara upplýsinga verður lögð áhersla á að leita svara við því hvers vegna húsin voru flutt og hvernig að þessum flutningum var staðið, en það vekur furðu hversu lítið er til af rituðum heimildum um framkvæmd flutninganna sjálfra. Þó undirliggjandi orsök flestra ef ekki allra húsaflutninga á Íslandi sé viðarekla í einni eða annarri mynd má greina ákveðna áhrifaþætti öðrum fremur sem valdið hafa því að húseigendur fluttu hús sín í stað þess að byggja  ný.

Veiðar og nytjar á rjúpu, gæs, önd og álft á Íslandi fyrr og nú

Fræðslufundi félagsins Matur, menning, saga, í kvöld kl. 20 í ráðstefnusal 1-2 á Hótel Loftleiðum.  Efni fundarins er:  Veiðar og nytjar á rjúpu, gæs, önd og álft á Íslandi fyrr og nú. Fuglafræðingarnir Ólafur K. Nielsen og Arnór Þ. Sigfússon kynna veiðar og nytjar á Íslandi. Þetta er annar fundurinn í fundaröð félagsins um nytjar á villtum dýrum í náttúru Íslands. Kaffiveitingar, aðgangur ókeypis.

 Nánari upplýsingar er að finna á vef félagsins: www.matarsetur.is


Fornleifarannsóknir síðustu ára og ný sýn á sögu Íslands

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Fornleifarannsóknir síðustu ára og ný sýn á sögu Íslands að þessu sinni í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Ath.: ekki Þjóðarbókhlöðu!
laugardaginn 6. nóvember 2010.

Tekið verður til meðferðar að hvaða leyti hinar umfangsmiklu fornleifarannsóknir sem unnar hafa verið hérlendis á síðustu árum varpa nýju ljósi á sögu landsins.

Málþingið hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.

Ávarp flytur Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður.

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

Um helstu viðfangsefni í fornleifarannsóknum á Íslandi á síðustu árum.
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar.

Vitnisburður fornleifa um lífsbjörg Íslendinga á miðöldum.
Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands.

KAFFIHLÉ

Vaxandi eftirspurn eftir víkingakaupstöðum.
Jón Árni Friðjónsson, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari.

Byggingar og búsetuminjar frá landnámi til 18. aldar
í ljósi fornleifarannsókna síðustu ára.
Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra.

Fundarstjóri: Halldór Baldursson, læknir.

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

Veitingar verða á boðstólum í hléi í veitingastofu Þjóðminjasafns
fyrir framan fyrirlestrasalinn á 1. hæð.

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins: http://fraedi.is/18.oldin/

 

Allir velkomnir


Annar spjallfundur FFÍ fimmtudaginn 4. nóvember

Annað spjallkvöld félagsins verður haldið fimmtudaginn 4. nóvember n.k. Fundurinn verður með sama sniði og seinast en hann verður haldinn á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 og byrjar kl. 20:00.

Að þessu sinni höfum við fengið Unni Magnúsdóttur til að spjalla um verkefni sem hún vann að núna í sumar hjá Fornleifavernd ríkisins. Verkefnið fólst í því að skrá alla fornleifauppgreftri sem farið hafa fram á undanförnum árum inn í kortagrunn. Við þessa vinnu hafði Unnur tækifæri til að sjá þá þróun sem orðið hefur á undanförnum árum í uppgraftarskýrslum, hvað hafi breyst til batnaðar og hvar enn megi gera betur. Eftir framsöguna gefst svo tækifæri til að spjalla almennt um uppgraftarskýrslur, útgáfu þeirra og miðlun. Einnig höfum við fengi Agnesi Stefánsdóttur deildarstjóra hjá Fornleifavernd ríkisins til að mæta og taka þátt í umræðum.

Vonum að sjá sem flesta,

Stjórnin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband