Skrifstofumaður - Fornleifavernd ríkisins - Reykjavík

Fornleifavernd ríkisins óskar eftir að ráða skrifstofumann.

Ábyrgð og verksvið:

Í starfinu felst m.a. frágangur reikninga, skjalavistun, póstsendingar og eftirlit með ýmsum gögnum, símaþjónusta, aðstoð við fjárhagsgerð, móttaka viðskipavina og upplýsingagjöf, ljósritun, innkaup á rekstrarvörum og umsjón með fundarherbergi auk tilfallandi verkefna hverju sinni.


Menntunar-  og hæfniskröfur:

Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi haldgóða menntun og reynslu af sambærilegum störfum.

Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku jafnt töluðu sem rituðu máli. Færni í ensku og helst einu Norðurlandamáli er æskileg. Gerð er krafa um góða almenna tölvukunnáttu. Þekking á GoPro tölvukerfi og Oracle- fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins er æskileg.

Lögð er áhersla á skipuleg og fagleg vinnubrögð, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskipum.

Um er að ræða 50% starf og er æskilegt að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. Umsókn með ferilskrá sendist Fornleifavernd ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík eigi síðar en 1. mars n.k. Upplýsingar veitir Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður (kristinhuld@fornleifavernd.is) í síma 5556630.

Fornleifavernd ríkisins er stjórnsýslustofnun sem fer með umsýslu fornleifamála landsins í umboði mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin er með starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu. Hún veitir m.a. leyfi til allra staðbundinna og tímabundinna fornleifarannsókna og lætur eftir föngum skrá allar þekktar fornleifar. Fornleifavernd ríkisins starfar á grundvelli laga nr. 107/2001. Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á vefslóðinni: http://www.fornleifavernd.is/.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband