Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
31.3.2011 | 14:39
Kvöldspjall FFÍ
Tilefni fundarins er að ræða notkun og þýðingar á ýmsum hugtökum úr fornleifafræði, m.a. vegna útgáfu á nýju hefti af Ólafíu sem mun koma út bráðlega. Listi með þeim hugtökum sem fjallað verður á fundinum verður sendur félagsmönnum í tölvupósti eftir helgi en hann mun einnig birtast á heimasíðu félagsins: http://www.ffi.blog.is/
Félagsmenn geta einnig komið með uppástungur um heiti eða hugtök sem þarfnast íslenskrar þýðingar með því að senda okkur póst á netfangið: fornleifafraedingafelagid@gmail.com
Með kveðju, Stjórnin.
25.3.2011 | 16:07
Fyrirlestur um fornleifarannsóknir á Bessastöðum
Þriðjudaginn 29. mars mun Guðmundur Ólafsson fagstjóri fornleifa á Þjóðminjasafni Íslands flytja erindi um fornleifauppgröftinn á Bessastöðum sem fram fór á árunum 1987-1996 í hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafni Íslands.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
24.3.2011 | 16:39
Íslensk þýðing og staðfærsla á APA staðlinum fyrir Zotero
Utanumhald um heimildir og tilvísanir er stór (og ekki sérlega skemmtilegur) þáttur í starfi fræðimanna. Nú á tölvuöld eru ýmis forrit sem geta hjálpað við þessa vinnu.
Ég vil sérstaklega benda á forritið Zotero sem ég hef notað í nokkurn tíma með ágætum árangri. Einfalt er að færa efni inn í það bæði handvirkt og næstum sjálfvirkt með því að ýta á einn takka á heimasíðum flestra fræðitímarita og á Amazon. Það var líka auðvelt að flytja inn gamla skrá með heimildum úr Endnote sem ég notaði fyrir nokkrum árum síðan.
Tilefni þessara skrifa er að nemandi við Háskóla Íslands, Styrmir Magnússon, hefur útbúið skrá fyrir Zotero sem aðlagar íslenska APA staðalinn sem er í Gagnfræðakveri handa háskólanemendum að forritinu. Mjög einfalt er að setja skrána upp og allt virkar þetta eins og það á að gera og gerð heimildaskráar sem tekur tillit til íslenskra nafna er einstaklega auðveld. Þó þarf að passa að verið sé að nota nýjustu útgáfu af Zotero og að nöfn íslenskra höfunda á aðeins að færa inn í dálkinn fyrir seinna nafn og þá allt nafnið.
Heimasíða Zotero þar sem hægt er að nálgast forritið án endurgjalds.
Leiðbeiningar frá Reiknistofnun HÍ um uppsetningu á viðbótinni.
Albína Hulda Pálsdóttir
Ritari og vefstjóri FFÍ
Vísindi og fræði | Breytt 29.3.2011 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2011 | 14:27
Ókeypis fyrir stúdenta í Þjóðminjasafnið
Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands verður aðgangur stúdenta að Þjóðminjasafni Íslands ókeypis.
Frekari upplýsingar hér.
24.3.2011 | 14:16
Íslenskir fornleifafræðingar skrifa á vefmiðla
Íslenskir fornleifafræðingar eru nokkuð duglegir að skrifa greinar um fagið á ýmsa vefmiðla. Má þar nefna hugsandi.is og hugras.is
Kynnið ykkur það sem brennur á fornleifafræðingum!
23.3.2011 | 21:42
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2010 er komin út
Hið íslenzka fornleifafélag hefur sent frá sér Árbók 2010. Hún er 240 blaðsíður að lengd og kennir þar ýmissa grasa.
Verður þá fyrst fyrir grein Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur um kolefnisgreiningar og nákvæma tímasetningu fornleifa þar sem hún varar við takmörkunum og villugjöfum.
Egill Erlendsson og Kevin J. Edwards greina frá gróðurfarsbreytingum á Íslandi við landnám og Þóra Pétursdóttir fjallar um íslenska kumlahestinn, Birna Lárusdóttir
um fjárborgir og Þór Hjaltalín um íslensk jarðhús.
Eftir Elínu Ósk Hreiðarsdóttur og Orra Vésteinsson er grein um Þórutóftir í Laugafellsöræfum, því sem næst á miðju landinu.
Ragnheiður Traustadóttir skrifar um feigskirkju í Gálgahrauni og varðveislu hennar og Guðný Zoëga og Guðmundur St. igurðarson gera yfirlit um skagfirsku kirkjurannsóknina sem bendir til að flestir sjálfstæðir æir í Skagafirði á 11. öld hafi haft eigin grafreit.
Loks er grein eftir Steinunni Kristjánsdóttur og Margréti Valmundsdóttur sem ber heitið Frá vöggu til grafar og varpar ljósi á 300 ára sögu Skriðukirkju í Fljótsdal.
Auk þess eru í bókinni ritdómar um Endurfundi, í útgáfu Þjóðminjasafns Íslands, og Hofstaði, í útgáfu Fornleifastofnunar Íslands. Auk þess eru í Árbókinni minningarorð um látna
safnamenn.
Ritstjóri er Svavar Sigmundsson og í ritnefnd eru Birna Lárusdóttir, Mjöll Snæsdóttir og Ragnheiður Traustadóttir.
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2010 er send áskrifendum í pósti en hana má fá keypta í Þjóðminjasafni Íslandi eða panta hana með því senda tölvupóst á netfangið ragnheidurtraustadottir@gmail.com. Árbókin kostar kr. 4400 kr.
23.3.2011 | 17:48
Ráðstefnurit
Til fróðleiks skal bent á að EAC hefur á undanförnum árum gefið út mun fleiri gagnlegar bækur fyrir fornleifafræðinga.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu EAC.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2011 | 12:59
Málstofa fornleifafræði á Hugvísindaþingi
Laugardaginn 26. mars, frá kl. 11:00 til kl. 16:00, mun námsgrein í fornleifafræði standa fyrir málstofu á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands sem ber titilinn "Frumímynd Íslands og breytt ásjóna fortíðarinna. Ómálga hlutir? Efniskenndar frásagnir? (e. Archetypal Iceland and the Changing Faces of the Past: Silent objects? Material narratives?).
Á málstofunni munu kennarar og doktorsnemar í fornleifafræði veita innsýn inn í rannsóknarverkefni sín og fræðileg viðfangsefni. Gestafyrirlesari á málstofunni er Sigurjón B. Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild.
Allar upplýsingar um málstofuna og einstaka fyrirlestra sem þar verða fluttir má finna á heimasíðu Hugvísindastofnunar
(http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/frumimynd_islands_og_breytt_asjona_fortidarinnar_omalga_hlutir_efniskenndar_frasagnir).
Málstofan er hluti Hugvísindaþings Háskóla Íslands en Laugardaginn 26. mars verða alls 99 fyrirlestrar haldnir í 18 málstofum sem fjalla munu um hin fjölbreyttustu málefni hugvísindanna. Dagskrá Hugvísindaþings í heild sinni má finna á heimasíðu Hugvísindastofnunar www.hugvis.hi.is.
Annar fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga um nýjar rannsóknir á yngri fornleifum og nútímafornleifafræði. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 10. mars 2011, kl. 20:00 í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík.
Að þessu sinni mun Þóra Pétursdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskólann í Tromsø, flytja fyrirlesturinn Stóriðja á Ströndum:
Í erindinu verður sagt frá yfirstandandi doktorsrannsókn á verksmiðjuminjum í Ingólfsfirði og Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum. Á 4. og 5. áratug síðustu aldar risu þar síldarbræðslur, stóriðjur þess tíma, sem möluðu eigendum sínum gull um skamman tíma. Við verksmiðjurnar byggðust upp lítil samfélög, sem þöndust út og drógust saman með dyntum síldarinnar og hurfu loks alveg með hvarfi hennar á 6. og 7 áratugnum. Minjar þessara stóriðjutíma standa þó enn og stinga nokkuð í stúf við umhverfi sitt og almennt yfirbragð þessa afskekkta byggðarlags. Rannsóknin er hluti stærra verkefnis sem hefur að markmiði að skoða nútímaminjar í víðum skilningi, upplýsinga- og menningarlegt gildi þeirra, og afdrif í fræðilegri sem og almennri orðræðu. Ásamt því auka við minningu síldarævintýrisins, og þess óyrta í þeirri sögu, munu verksmiðjuminjarnar því einnig kynda undir kennilegar vangaveltur um nývæðingu, niðurrif, efnismenningu og gildi hennar. Verkefnið er skammt á veg komið og mun erindið aðallega snúa að þeim hugmyndum sem fyrir liggja og kynningu á stöðunum tveimur sem rannsóknin beinist að.
Eftir fyrirlesturinn verður opið fyrir spurningar og frekari umræðu efnið.
Fyrirlesturinn er öllum er opinn og við vonum að sem flestir sjái sért fært að mæta.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)