Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2010 er komin út

Hið íslenzka fornleifafélag hefur sent frá sér Árbók 2010. Hún er 240 blaðsíður að lengd og kennir þar ýmissa grasa.

Verður þá fyrst fyrir grein Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur um kolefnisgreiningar og nákvæma tímasetningu fornleifa þar sem hún varar við takmörkunum og villugjöfum.

Egill Erlendsson og Kevin J. Edwards greina frá gróðurfarsbreytingum á Íslandi við landnám og Þóra Pétursdóttir fjallar um íslenska kumlahestinn, Birna Lárusdóttir
um fjárborgir og Þór Hjaltalín um íslensk jarðhús.

Eftir Elínu Ósk Hreiðarsdóttur og Orra Vésteinsson er grein um Þórutóftir í Laugafellsöræfum, því sem næst á miðju landinu.

Ragnheiður Traustadóttir skrifar um feigskirkju í Gálgahrauni og varðveislu hennar og Guðný Zoëga og Guðmundur St. igurðarson gera yfirlit um skagfirsku kirkjurannsóknina sem bendir til að flestir sjálfstæðir æir í Skagafirði á 11. öld hafi haft eigin grafreit.

Loks er grein eftir Steinunni Kristjánsdóttur og Margréti Valmundsdóttur sem ber heitið Frá vöggu til grafar og varpar ljósi á 300 ára sögu Skriðukirkju í Fljótsdal.

Auk þess eru í bókinni ritdómar um Endurfundi, í útgáfu Þjóðminjasafns Íslands, og Hofstaði, í útgáfu Fornleifastofnunar Íslands. Auk þess eru í Árbókinni minningarorð um látna
safnamenn.

Ritstjóri er Svavar Sigmundsson og í ritnefnd eru Birna Lárusdóttir, Mjöll Snæsdóttir og Ragnheiður Traustadóttir.

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2010 er send áskrifendum í pósti en hana má fá keypta í Þjóðminjasafni Íslandi eða panta hana með því senda tölvupóst á netfangið ragnheidurtraustadottir@gmail.com. Árbókin kostar kr. 4400 kr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband