Íslensk þýðing og staðfærsla á APA staðlinum fyrir Zotero

Utanumhald um heimildir og tilvísanir er stór (og ekki sérlega skemmtilegur) þáttur í starfi fræðimanna. Nú á tölvuöld eru ýmis forrit sem geta hjálpað við þessa vinnu.

Ég vil sérstaklega benda á forritið Zotero sem ég hef notað í nokkurn tíma með ágætum árangri. Einfalt er að færa efni inn í það bæði handvirkt og næstum sjálfvirkt með því að ýta á einn takka á heimasíðum flestra fræðitímarita og á Amazon. Það var líka auðvelt að flytja inn gamla skrá með heimildum úr Endnote sem ég notaði fyrir nokkrum árum síðan.

Tilefni þessara skrifa er að nemandi við Háskóla Íslands, Styrmir Magnússon, hefur útbúið skrá fyrir Zotero sem aðlagar íslenska APA staðalinn sem er í Gagnfræðakveri handa háskólanemendum að forritinu. Mjög einfalt er að setja skrána upp og allt virkar þetta eins og það á að gera og gerð heimildaskráar sem tekur tillit til íslenskra nafna er einstaklega auðveld. Þó þarf að passa að verið sé að nota nýjustu útgáfu af Zotero og að nöfn íslenskra höfunda á aðeins að færa inn í dálkinn fyrir seinna nafn og þá allt nafnið.

 

Heimasíða Zotero þar sem hægt er að nálgast forritið án endurgjalds.

Leiðbeiningar frá Reiknistofnun HÍ um uppsetningu á viðbótinni.

 

Albína Hulda Pálsdóttir

Ritari og vefstjóri FFÍ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband