Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Fyrirlestraröð Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga

Fyrirlestraröð Félags íslenskra fornleifafræðinga og Fornleifafræðingafélags Íslands hefst næstkomandi fimmtudag (3. feb) og ber hún yfirskriftina Dreggjar dagsins: fornleifafræði hins nýliðna. Eins og nafnið bendir til verður athyglinni að þessu sinni beint að rannsóknum á sviði nútímafornleifafræði (frá 19.-20. öld) og sérstök áhersla lögð á nýjar og yfirstandandi rannsóknir masters- og doktorsnema á þessu sviði. Nánari dagskrá verður auglýst á næstu vikum en ráðgert er að halda fimm fyrirlestra um efnið fram á vor.

Fyrsti fyrirlesturinn í röðinni verður sem fyrr segir haldinn fimmtudaginn 3. febrúar, í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 20.00. Þá mun Ágústa Edwald, doktorsnemandi í fornleifafræði við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi, flytja fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Frá Íslandi til Nýja Íslands - Fornleifafræði fólksflutninga til Vesturheims

 

Verkefnið fjallar um fólksflutninga Íslendinga til Nýja Íslands í Manitobafylki í Kanada undir lok 19. aldar. Greint verður frá tveimur uppgröftum sem mynda kjarna verkefnisins og helstu niðurstöðum sem liggja fyrir. Uppgreftirnir fóru fram á bæjartóftum Hornbrekku á Höfðaströnd sumarið 2009 og á landnemabænum Víðivöllum við Íslendingafljót í Manitoba sumarið 2010. Í fyrirlestrinum verða helstu niðurstöður þessara tveggja uppgrafta dregnar saman og fjallað um hvernig fornleifafræðilegar aðferðir og kenningar geta varpað ljósi á Vesturferðirnar og þær breytingar sem urðu á íslensku samfélagi í Kanada og á Íslandi í kjölfar þeirra.

 

Eftir fyrirlesturinn verður opið fyrir spurningar og umræður.

Fyrirlesturinn er öllum er opinn og vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta.


Fyrirlestur á vegum Vitafélagsins

Staður og stund:

Sjóminjasafnið Víkin, Grandagarði 8, 101 Reykjavík

Laugardaginn 5. febrúar klukkan 11:00-13:00


Farandverkafólk og sjókonur fyrri alda

Á áttunda áratug síðustu aldar urðu viss straumhvörf í efnahagskerfi heimsins.  Hagvöxtur snarminnkaði, tekjur af framleiðslu og verslun drógust saman, atvinnuleysi gerði vart við sig. Það var verið að tæknivæða sjávarútveginn með skuttogarakaupum, byggja og endurnýja frystihús og endurskipuleggja vinnuferli í vinnslunni.  Íbúum smærri útgerðarstaða fækkaði stórlega. Fjölmenn kynslóð um tvítugt var að hleypa heimdraganum, og ekki aðeins á Íslandi. Ungar erlendar konur í hundraðatali áttu tímabundið greiða leið inn í þetta nýstárlega vinnuumhverfi. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, sagnfræðingur fjallar um farandverkafólk í sjávarútvegi og hagsveiflur á áttunda áratug.

"Róðu betur, kær minn karl" - Af sjókonum á 18. öld

Ragnhildur Bragadóttir, sagnfræðingur fjallar um sjósókn íslenskra kvenna á 18. og fyrri hluta 19. aldar.
Lýst er margvíslegum aðstæðum þeirra í byggðarlögum kringum landið, og einkum dvalið við eyjabyggðir og útnesja. Könnuð er aðbúð, samfélagsstaða, launakjör og afköst á umræddu skeiði. Sagt er allítarlega frá lífshlaupi nokkurra nafngreindra kvenna og einkum lýst auðkennum og örlögum tveggja kunnustu kvenna tímabilsins, Látra-Bjargar og Þuríðar formanns, sem voru einkennilega ólíkar að eðli og upplagi, en áttu það sammerkt að fara ekki troðnar slóðir og beygja aldrei kné sín fyrir neinum.

Önnur endaði ævina á sveit; hin varð hungurmorða á vergangi.
Fram kemur að konur sóttu sjóinn á stórum, opnum áraskipum, áttræðingum eða tíræðingum, og voru þrásinnis komnar á steypirinn. Þær voru yfirleitt mun verr búnar en karlarnir. Taldist til undantekninga að þær væru í brókum að neðan. Ætíð var lagt frá landi í góðu veðri, en það gat breyst í einu vetfangi. Ef logn var, varð að taka róður, 6-7 vikur sjávar (vika sjávar=7,5-9 km), til að komast á miðin, og liggja síðan 1-2 sólarhringa eftir því hversu fljóttekin veiðin var. Á vorvertíð 1724 fórust fjórir fiskibátar úr Höskuldsey og með þeim 18 manns, þar af 8 konur. Má af því ráða að í eyjaverstöðvum Breiðafjarðar hafi fiskibátar stundum verið mannaðir fast að því eins mörgum konum og körlum.

   Róðu betur, kær minn karl,
   kenndu ekki í brjósti' um sjóinn.
   Þótt harðara takirðu herðafall -
   hann er á morgun gróinn !
   Björg Einarsdóttir frá Látrum



Fyrirlestur um klaustrið í Bæ

Þriðjudaginn 1. febrúar mun sr. Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri flytja erindi í Snorrastofu í Reykholti sem hann kýs að kalla "Klaustrið í Bæ á árunum 1030 - 1049. Hugleiðingar um Hróðólf ábóta og hlutverk klaustursins."

Flóki hefur sýnt klaustrinu í Bæ mikinn áhuga en er vitað um starfsemi þess og heimildir fáar. Þó má nokkuð ráða í starfsemi þess af almennum heimildum um 11. öldina. Í erindi sínu reynir hann að varpa ljósi á starfsemi klaustursins og hvernig til þess var stofnað.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30, og aðgangseyrir er kr. 500.  Innifaldar í aðgangseyri eru kaffiveitingar í hléi.

Flóki Kristinsson er fæddur í Reykjavík 1951, lauk kandidatsprófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands 1983 og hefur einnig numið litúrgisk fræði og kennimannlega guðfræði við Trinity College, University of Toronto í Kanada.  Hann var vígður til prestsþjónustu á Hólmavík í júní 1983 og þjónaði þar í tvö ár. Þá hefur hann einnig þjónað Stóra-Núpsprestakall í Gnúpverjahreppi og Langholtsprestakalli í Reykjavík. Tók að sér prestþjónustu við Íslendinga á meginlandi Vestur-Evrópu með aðsetri á Íslandi og var valinn sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli frá 1. júní 2000 þar sem hann hefur þjónað síðan.

TAG ráðstefnan í Kalmar

Við viljum vekja athygli ykkar á TAG ráðstefnunni sem haldin verður í Kalmar nú í vor.

Tveir íslenskir fornleifafræðingar eru með málstofur, sjá http://lnu.se/om-lnu/konferenser/nordic-tag-2011-/sessioner-sessions en það eru þær Þóra Pétursdóttir, ásamt Björnari Olsen, og Steinunn J. Kristjánsdóttir.

Enn er möguleiki að skrá sig í einhverjar málstofur, a.m.k. hjá Steinunni, en allar nánar upplýsingar má finna á hlekknum hér að ofan.

"SAGAS AND ARCHAEOLOGY: THE MOSFELL ARCHAEOLOGICAL PROJECT (MAP)"

Medieval Seminar - Engir Strengleikar

Fimmtudaginn 27. janúar 11 í Árnagarðis, stofu 304, kl. 16:30

Speaker: Jesse Byock

"SAGAS AND ARCHAEOLOGY: THE MOSFELL ARCHAEOLOGICAL PROJECT (MAP)"

We are happy to present our second speaker this semester, Jesse Byock, who will give a report on the on-going and exciting archaeological survey at Mosfell. We look forward seeing most of you there.

As on previous occasions, the seminar concludes with drinks at modestprice (400 ISK).

Submissions to the seminar series are still most welcome - please contact Viðar Plsson (vp@hi.is) or Jóhanna Katrn Fririksdttir (jkf@hi.is).

Jesse Byock is Professor of Old Norse and Medieval Icelandic Studies at UCLA, where he also serves as a member of the Cotsen Institute of Archaeology. He has written extensively on medieval Iceland, including _Feud in the Icelandic Saga_ (1982), _Medieval Iceland_ (1988) and _Viking Age Iceland_ (2001).

----------

"This talk considers the relationship of sagas and archaeology in light of the recent findings of the Mosfell Archaeological Project (MAP). I willdiscuss the excavations in the Mosfell Valley (Mosfellsdalur) in Iceland, where we are unearthing a chieftain's establishment at Hrsbr, including a large and extremely well-preserved longhouse (_eldskli_) from the Landnm Period, a conversion-age church, a graveyard, and a cremation grave. So also I will talk about other sites of our excavations in the Mosfell Valley, including large ship-like stone settings and a Viking Age harbor.
According to several sagas, the Mosfell Valley was the home of the Mosfell chieftains a family of warriors, farmers, and legal specialists, thatincluded the Law Speaker, Grmur Svertingsson, 1002-1004. Although mentioned in several sagas, the Mosfellingar chieftains have been given almost no attention in modern Icelandic historical or archaeological research because
historians and most archaeologists avoid the sagas. Purposefully ignoring this long, and
perhaps wrong research tradition, we have excavated sites mentioned in the sagas. The result is that MAP's excavations have produced a significant new body of source material. We have unearthed a wealth of extensive material culture beginning in the very early landnm period up
into the twelfth century. The continuing task of our archaeology is to unearth in the valley's glaciated and once wooded landscape the prehistory and early history of the Mosfell region. We seek the data to provide an in-depth understanding of how this countryside or _sveit_ evolved from the earliest Viking Age habitation.

The Mosfell excavation is a large interdisciplinary research project employing the tools of archaeology, history, anthropology, forensics, environmental sciences, and saga studies. This highly interdisciplinary work is constructing a picture of human habitation and environmental change in Mosfellssveit. As part of our excavations, we are developing an archaeological concept, which we term "valley-system archaeology" and which we believe is especially suitable for Icelandic research. Mosfellsdalur, the surrounding highlands, and the lowland coastal areas form a "valley system," that is, an interlocking series of natural and man-made components that, beginning in the ninth-century settlement or _landnm_ period,
developed into a functioning Icelandic community of the Viking Age."

Nytjar á sel til matar á Íslandi fyrr og nú

Fræðslufundur félagsins Matur- saga- menning

 

 

Nytjar á sel til matar á Íslandi fyrr og nú

 

 

Fimmtudaginn 27. janúar n.k. verður haldinn opinn fræðslufundur á vegum félagsins Matur- Saga- menning. Fundurinn er sá þriðji í röð fræðslufunda á vegum félagsins þennan vetur og fjalla þeir allir um nytjar á villtum dýrum úr íslenskri náttúru, bæði fyrr og nú. 

 

Að þessu sinni verður fjallað um hvernig Íslendingar nytjuðu seli til matar, en við Ísland kæpa tvær tegundir sela, landselur og útselur, auk þess sem hánorrænu tegundirnar  vöðuselur, kampselur, blöðruselur og hringanóri hafa hér viðkomu í mismiklum mæli.

 

Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði, formaður samtaka selabænda og  Guðmundur Ragnarsson veitingamaður munu flytja erindi um á hvern hátt Íslendingar nýttu seli til matar og hvernig hægt er að nýta selaafurðir á nýstárlegan hátt.  Pétur er þekktur fyrir kunnáttu sína á hlunnindanytjum og Guðmundur Ragnarsson er matreiðslumeistari og fyrrverandi landsliðskokkur og býr yfir sérfræðiþekkingu á nýtingu íslenskra villtra dýra úr náttúru Íslands.

 

Fundurinn verður haldinn í sal Reykjavíkurakademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð, kl. 20.00 til 22.00.  Aðgangur er ókeypis. 


Verkefnastjóri - Þjóðminjasafn Íslands - Reykjavík - 201101/049

 


Þjóðminjasafn Íslands

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra á rannsókna- og varðveislusviði.

Helstu verkefni verkefnastjóra tengjast viðgerðum og viðhaldi á húsum í húsasafni Þjóðminjasafns, s.s. áætlunargerð, samningsgerð, öryggismál, samstarf við rekstraraðila, fræðsla, þátttaka í rannsóknarvinnu og skýrslugerð.

Ábyrgð og verksvið
Fagleg ábyrgð og verkstjórn verkefna tengd sögulegum húsum Þjóðminjasafns Íslands. Ábyrgð á að áherslur og forgangsröðun verkefna samrýmist stefnu Þjóðminjasafns Íslands og fjárhagsramma. Samskipti við iðnaðarmenn, samstarfsaðila og stofnanir.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf nauðsynlegt, MA próf eða sambærileg menntun æskileg.
  • Próf á sviði byggingalistar og sögu kostur.
  • Þekking á íslenskum byggingararfi nauðsynleg, ásamt reynslu af skipulagningu og verkstjórn verkefna í byggingariðnaði.
  • Þekking á íslenskum torfhúsum og viðhaldi þeirra góður kostur.
  • Reynsla af rannsóknarstörfum og færni í ritun skýrslna og greinargerða.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.

Ráðningarkjör
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en í mars. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Við ráðningar í störf er tekið mið að jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Umsóknafrestur
Umsókn með ferilskrá sendist Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 43, 101 Reykjavík fyrir 7. febrúar 2011.

Upplýsingar veitir Anna Lísa Rúnarsdóttir sviðstjóri rannsókna- og varðveislusviðs (anna.lisa@thjodminjasafn.is) í síma 530-2200.

Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn Íslands nái markmiðum sínum sem vísinda-og þjónustustofnun. Starfsmaður leggi áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og jákvætt skapandi andrúmsloft á vinnustað.

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 106/2001 og þjóðminjalaga nr. 107/2001.


Heimildarmynd um bátasmíði




Almennar sýningar á heimildamyndinni Súðbyrðingur - saga báts hefjast 22. janúar og standa til 10. febrúar í Bíó Paradís við Hverfisgötuna.  Sýningartíma má sjá í dagblöðum og á alnetinu undir www.bioparadis.is (dagskrá vikunnar).


Fjórir menn taka sér fyrir hendur að smíða bát eftir Staðarskektunni, sem fúnað hefur í grasi í Reykhólasveit.  Samhliða því sem nýi báturinn tekur á sig mynd er sögð saga bátasmíða á Norðurlöndum.  Byrjað er á kilinum, sem þróaðist frá eintrjáningi steinaldar, og svo dýpkar frásögnin eftir því sem báturinn er byrtur, sagt frá skinnbátum bronsaldar og helluristum, fórnum á bátum og mönnum til ókunnra guða, en elsti súðbyrðingurinn sem vitað er um varðveittist á einum slíkum blótstað, sýnd hin glæstu skip víkingaaldar, sagt frá selveiðimönnum í Eystrasaltinu sem lögðust út á ísinn og sváfu í einkennilega löguðum bátum sínum, og áfram er smíðað, böndin og borðstokkarnir, og þá er komið til Færeyja þar sem keppt er í róðri í nýrri gerð af súðbyrðingum á Ólafsvöku.  Að lokum er báturinn klár og seglin saumuð og þá er sjósetning og siglt út á fjörðinn, til fortíðar smiðanna sjálfra, þar sem súðbyrðingar voru smíðaðir og notaðir  - heima.  
 
Báturinn er trúarlegt tákn. Í þessum ,,báti" sem kvikmyndin er, rúmast margt, svo sem handbragð, heiðindómur, verslunarsaga, veiði, dauði og hátíðir. Í gegnum báta og skip tengjast hættir og saga þeirra þjóða sem búa á Norðurlöndum.

Ásdís Thoroddsen leikstýrir og Hálfdán Theódórsson kvikmyndar.  Tónlistina semur Þórður Magnússon.  Steinþór Birgisson litgreinir og Gunnar Árnason blandar hljóð.  Smiðir eru Hafliði Aðalsteinsson, Eggert Björnsson, Hjalti Hafþórsson og Aðalsteinn Valdimarsson.  Myndin var tekin upp á Íslandi, Danmörku, Noregi, Færeyjum, Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi.  Framleiðendur eru Ásdís Thoroddsen og Fahad Falur Jabali á vegum Gjólu kvikmyndagerðar.  


Heimasíða um rannsóknir á íslenskum klausturgörðum

Sjá má heimasíðu um yfirstandandi verkefni um rannsóknir á íslenskum klausturgörðum má sjá hér.

Fornleifafræðipartý


Fornleifafræðipartý í boði Fornleifafræðistofunnar á föstudaginn 14. janúar á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, 101 Rvk. Gleðin hefst kl. 20.00
 
Allir glaðir fornleifafræðingar og verðandi fornleifafræðingar velkomnir.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband