Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Aðalfundur og nýir stjórnarmeðlimir

Aðalfundur Fornleifafræðingafélags Íslands var haldinn fimmtudaginn 6. janúar 2011. Mæting var með ágætum þrátt fyrir leiðinlegt veður.

Ný lagagrein um útgáfu Ólafíu, tímarits Fornleifafræðingafélags Íslands, var samþykkt á fundinum. Sjá má núgildandi lög félagsins hér.

Þar sem tveir stjórnarmeðlimir, þær Brynhildur Baldursdóttir og Ragnheiður Gló Gylfadóttir, höfðu þurft að halda til annarra starfa fóru fram kosningar í laus embætti á fundinum. Margrét Björk Magnúsdóttir var kosinn gjaldkeri, Albína Hulda Pálsdóttir var kosinn ritari og Ármann Guðmundsson og Vala Björg Garðarsdóttir sem varamenn. Sitjandi stjórn félagsins má sjá hér.

Tveir nýjir aðalfélagar voru einnig teknir inn í félagið.

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband