Archaeology of the recent past in the North Atlantic: problems and potentials
The talk will give a brief overview of the state of later historical archaeology in the North Atlantic, looking at what research has been conducted in Norway, Shetlands, Faroes, Greenland and Atlantic Canada, comparing it to the state of research in Iceland. Some general themes will be drawn out as, in particular it will be argued that research in this area can be used to contest and re-think some of the dominant tropes which have dictated the archaeology of the modern period, specifically, modernity itself. The presentation will aim to be brief, giving more time for discussion and the chance to reflect generally on the problems and potential of later historical archaeology in Iceland.
Staður: Kjallari Fornleifaverndar ríkisins Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Stund: Fimmtudaginn 19. maí 2011, kl. 20.00.
2.5.2011 | 12:59
Fréttatilkynning frá stjórn fornleifasjóðs
29.4.2011
Úthlutun úr fornleifasjóði 2011
Stjórn fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2011. Sjóðurinn var stofnaður skv. 24. grein þjóðminjalaga nr. 107/2001
Fjárveiting til sjóðsins í ár var 17.200.000 milljónir króna. Samtals bárust 45 umsóknir að þessu sinni að upphæð 73.249.840 króna.
Samþykktir voru styrkir til 16 aðila að upphæð 18.000.000 króna.
Nánari upplýsingar veitir: Ragnheiður Þórarinsdóttir
Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að þessu sinni:
Verkefni | Styrkþegi | Upphæð |
Áframhaldandi fornleifarannsókn að Skriðuklaustri | Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, Skriðuklaustursrannsóknir | 3.000.000 |
Fornleifauppgröftur í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit | Hildur Gestsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. | 2.500.000 |
Eyfirsk verstöð á barmi eyðileggingar, Siglunes | Birna Lárusdóttir o.fl. Fornleifastofnun Íslands ses. | 1.500.000 |
Úrvinnsla fornleifarannsókna á miðaldakaupstaðnum á Gásum 2001-2006 | Haraldur Þór Egilsson, Minjasafnið á Akureyri. | 1.200.000 |
Skagfirska kirkjurannsóknin, rannsókn á kirkjustöðum 1000-1500 | Guðný Zoëga, Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga. | 1.000.000 |
Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Þverrfaglegar rannsóknir á höfuðbóli | Garðar Guðmundsson o.fl. Fornleifastofnun Íslands ses. | 1.000.000 |
Kuml í uppsveitum Borgarfjarðar | Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses. | 1.000.000 |
Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi | Sindri Ellertsson Csillag, Fornleifafræðistofan | 1.000.000 |
Kolkuóshöfn í Skagafirði | Ragnheiður Traustadóttir | 1.000.000 |
Jaðarbyggðir á Suðurlandi | Kristján Mímisson, Fornleifafræðistofan | 800.000 |
Kínamúrar Íslands? Rannsóknir á Íslenskum forngörðum II | Árni Ólafsson, Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Stefán Ólafsson | 800.000 |
Kirkjur Reykholts | Guðrún Sveinbjarnardóttir | 800.000 |
Úrvinnsla Sveigakotsrannsókna | Orri Vésteinsson | 800.000 |
Þróun og eyðing byggðar við Heklurætur | Ragnheiður Gló Gylfadóttir og Kristborg Þórsdóttir | 600.000 |
Teikning gripa frá Sveigakoti og Hrísheimum | Stefán Ólafsson | 500.000 |
Póstskipið Phønix | Ragnar Edvardsson, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum | 500.000 |
Vísindi og fræði | Breytt 5.5.2011 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2011 | 10:21
Fundur um ný lög um menningarminjar
Almennur félagsfundur um ný lög um menningarminjar og ályktun félagsins um þau verður haldinn mánudaginn 2. maí á Fornleifaræðistofunni Ægisgötu 10, 101 Reykjavík kl. 20:00.
Félagsmenn geta kynnt sér lögin á heimasíðu félagsins: http://www.ffi.blog.is/blog/ffi/entry/1157393/
Með kveðju,
Stjórnin.
18.4.2011 | 14:02
Afmælisrit Fornleifastofnunar Íslands
Í tilefni af því að árið 2010 voru 15 ár liðin frá stofnun Fornleifastofnunar Íslands gefur stofnunin út vandað greinasafn, Upp á yfirborðið - Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði. Bókin hefur að geyma margar liprar greinar um afrakstur helstu rannsókna Fornleifastofnunar síðustu ára. Á hún erindi til allra fróðleiksfúsra lesenda og ekki síst þeirra sem hafa áhuga á ferðalögum innanlands og vilja upplifa landið og menningarsögu þjóðarinnar á nýjan hátt frá sjónarhóli fornleifafræðinnar.
Bókin kostar aðeins 3990 kr. og hægt er að panta eintak með því að senda tölvupóst á netfangið ragnheidur@instarch.is eða í síma 551-1033.
18.4.2011 | 10:31
Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur
Um helgina var kynnt átak ríksistjórnarinnar um sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Að þessu sinni eru um 900 störf í boði. Þar á meðal eru nokkur störf við tengd fornleifafræði. Þar má meðal annars nefna störf tengd fornleifauppgröftum á Skriðuklaustri, Hólum og Kolkuósi, starf við verkefnið Gröf og dauði í 1150 ár, störf hjá Fornleifavernd ríkisins og Þjóðminjasafni Íslands.
Fræðast má nánar um þau störf sem í boði eru hér.
Einnig má benda á fornleifafræðingum á þessa síðu.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2011 | 10:25
Fyrirlesturinn Minjar undir malbiki
Vísindi og fræði | Breytt 19.4.2011 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2011 | 08:54
Eldjárn er komið út
Hægt er að nálgast eintak hjá Sigurjónu Guðnadóttur (sig39@hi.is) ritstjóra Eldjárns.
12.4.2011 | 11:41
Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
Úthlutað hefur verið úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir sumarið 2011. Að þessu sinni hlutu einungis 27% þeirra verkefna sem sóttu um styrk. Líkt og flest undanfarin ár eru nokkur verkefni tengd fornleifafræði sem hlutu styrk. Nánari upplýsingar um úthlutunina má sjá hér.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2011 | 09:04
Minjar undir malbiki. Fornleifaskráning í þéttbýli
Þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl.
Fyrirlesturinn verður sem fyrr í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 20.00. Að þessu sinni mun Oddgeir Ísaksen, sem lauk M.A. prófi í fornleifafræði frá Háskóla Íslands nú í febrúar, flytja fyrirlestur sem byggir á mastersrannsókn hans og ber yfirskriftina:
Minjar undir malbiki. Fornleifaskráning í þéttbýli
Mikill vöxtur hefur verið í fornleifaskráningu á Íslandi á undanförnum árum þó einkum á dreifbýlum svæðum í landinu. Þegar er litið til stöðu þessara mála í þéttbýli er nokkuð annað upp á teningnum. Yfirsýn minjaverndaryfirvalda yfir fornleifar á slíkum stöðum oft á tíðum ærið takmörkuð af ýmsum orsökum. Meðal annars henta hefðbundnar aðferðir fornleifaskráningar illa við skráningu minja í þéttbýli þar sem þær hafa einkum þróast út frá aðstæðum í dreifbýli þar sem sýnileiki minja er mun meiri enn á þéttbýlistöðu og aðgengi að heimildamönnum umtalsvert betra.
Í erindinu verður greint frá skráningu sem gerð var á gömlum bæjarstæðum í Reykjavík í þeim tilgangi að prófa aðferðir sem talið var að gætu hentað betur aðstæðum í þéttbýli en hefðbundnar skráningaraðferðir. Grundvallarhugmyndin á bak við aðferðafræðina er sú að þótt erfitt sé að staðsetja einstakar fornleifar í þéttbýli þá sé samt sem áður hægt að áætla umfang þeirrar minjaheildar sem þær tilheyra og þannig skilgreina hættusvæði þar sem líkur eru á að minjar geti leynst í jörðu. Byggir það m.a á reynslu af fornleifaskráningu í dreifbýli sem hefur sýnt að flestar minjar er að finna í næsta nágrenni bæjarstæða, þ.e í gömlu heimatúnunum og því var talið að með því að skilgreina tún, utanum bæjarstæði Reykjavíkur, væri hægt að ná utanum stórt hlutfall landbúnaðarminja í borgarlandinu. Einnig var reynt að leggja mat á ástand bæjarstæðanna út frá þeirri röskun sem sýnileg er á yfirborði eða þekkt er úr heimildum og verður jafnframt greint frá niðurstöðum þeirrar úttektar.
Eftir fyrirlesturinn verður opið fyrir spurningar og umræður.
Fyrirlesturinn er öllum er opinn og er vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta.
8.4.2011 | 11:34
Breytingar á Þjóðminjalögum
Frumvarp að nýjum menningarminjalögum hefur verið lagt fram á Alþingi. Áætlað er að félagið hafi fund um lögin fljótlega og sendi í framhaldi frá sér ályktun.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér nýja frumvarpið í heild sinni ásamt nýjum safnalögum og lögum um Þjóðminjasafn Íslands og skilum á menningarverðmætum til annarra landa.
Frumvarp til laga um menningarminjar.
Frumvarp til laga um Þjóðminjasafn Íslands.
Frumvarp til laga um skil menningarverðmæta til annarra landa.
Umræður um lögin á Alþingi 7. apríl 2011.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)