Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
27.1.2012 | 15:52
Spin me a Yarn, Weave Me a Tale: Textiles, Women and Cloth in Iceland, AD 874-1800
Fyrirlesturinn er haldinn á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Ólíkt því sem þekkist víðast hvar í heiminum hefur mikið og fjölbreytt safn forna textíla varðveist á Íslandi. Þótt lítið sé búið að rannsaka þá enn, þá innihalda þeir mikilvægar upplýsingar um Ísland fyrr á öldum og þá sérstaklega um hvaða hlutverk konur léku í hefðbundnu íslensku samfélagi og efnahagskerfi. Í erindinu verða kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar sem stendur yfir á íslenskri vefnaðarvöru útfrá málefnum kynjanna, vefnaðartækni, viðskiptum og klæðnaði allt frá landnámi og fram á 19. öld.
Michèle Hayeur Smith er fornleifafræðingur og hefur unnið að rannsóknum á Íslandi og í Norður-Ameríku. Rannsóknir hennar hafa helst fjallað um efnismenningu, fatnað, líkamann og kynjamyndir. Hún hefur rannsakað skartgripi úr íslenskum kumlum og hvað megi lesa úr þeim varðandi stétt, stöðu og menningarlega sjálfsmynd fornmanna. Nýlegar rannsóknir Michèle snúa að framleiðslu og dreifingu vefnaðar á Íslandi frá landnámi til 19. aldar og munu vonandi varpa ljósi á áhrif kvenna á íslenskan efnahag, heimilishald, stjórnmál og menningu í aldanna rás.
27.1.2012 | 13:00
The Archaeology Graduate Seminar Series
The Archaeology Graduate Seminar Series continues and our next guest lecturer will be Michèle Hayeur Smith, research associate at the Haffenreffer Museum of Anthropology, Brown University, USA.
She will give a talk titled:
"Spin me a Yarn, Weave Me a Tale: Textiles, Women and Cloth in Iceland, AD 874-1800"
Location: Room G 301 in Gimli (on University Campus), Sæmundargötu 10
Time: February 2nd, 5:30 6:30 pm
26.1.2012 | 12:26
Fyrirlestrum frestað til 2. febrúar
Þess í stað munu þær Ragnheiður og Margrét flytja fyrirlestra sína á sama tíma eftir viku, þ.e. FIMMTUDAGINN 2. FEBRÚAR KLUKKAN 20.00.
20.1.2012 | 22:32
Fyrirlestraröð FFÍ og FÍF Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði
Fimmtudaginn 2. febrúar hefst ný fyrirlestraröð FFÍ og FÍF 2012 sem að þessu sinni ber yfirskriftina:
Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði
Á næstu vikum munu 11 fræðimenn flytja fjölbreytileg erindi sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um nýlegar rannsóknir á seljum eða á býlum í úthögum - eða skilin þar á milli. Tveir til þrír fræðimenn
flytja fyrirlestra hvert kvöld og á eftir verða umræður og spurningar. Fyrirlestrarnir verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöldum og hefjast klukkan 20.00. Þeir verða haldnir í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins að Suðurgötu 39.
Félagsmenn, nemendur og áhugamenn um fornleifafræði eru hvattir til að mæta.
Fimmtudaginn 2. febrúar (upphaflega 26. janúar en varð að fresta vegna veðurs)
Margrét Hallmundsdóttir - Hvað var kotið í Koti?: Hugleiðingar um notkun á íveruhúsi í landi Kots á Rangárvöllum
Ragnheiður Traustadóttir Seljabúskapur í Urriðakoti
Fimmtudagurinn 9. febrúar
Albína Hulda Pálsdóttir Hvað segir vettvangsskráning okkur um seljarústir?
Ásta Hermannsdóttir og Sindri Ellertsson Csillag - Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi
Miðvikudagurinn 22. febrúar
Guðrún Sveinbjarnadóttir - Seljalönd Reykholts
Egill Erlendsson Seljalönd Reykholts
Miðvikudagur 28. mars:
Bjarni F. Einarsson - Vogur í Höfnum: Landnámsbýli eða veiðistöð?
Kristján Mímisson - Efnismenning jaðarbyggða
Miðvikudagurinn 25. apríl
Stefán Ólafsson - Býli eða sel?: Um rústaþyrpingar í Kelduhverfi
Orri Vésteinsson - Sagan um Selkollu: Hættur úthagans í íslenskri fornleifafræði
Lokaumræða
Vísindi og fræði | Breytt 10.2.2012 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2012 | 12:55
Vísindaferð Fornleifafræðingafélags Íslands og Fornleifafræðistofunnar
Árleg vísindaferð Fornleifafræðistofunnar og Fornleifafræðingafélags Íslands verður haldin á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, föstudaginn 27. janúar kl. 19 og stendur fram eftir nóttu.
Áfengar veigar og snakk verða í boði á meðan endist.
Fornleifafræðiþátturinn "Grafið eftir gersemum" eftir Sólrúnu Ingu Traustadóttur verður sýndur og hefst sýningin milli kl. 19.30 og 20. Fleiri skemmtileg skemmtiatriði verða einnig síðar um kvöldið.
Þroskaðari fornleifafræðingar eru velkomnir en eru hvattir til að mæta eftir kl. 19.30.
Kuml sér um skráningu þeirra nemenda sem hyggjast mæta.
Allir velkomnir,
Ármann Guðmundsson formaður Fornleifafræðingafélags Íslands
Bjarni F. Einarsson Fornleifafræðistofunni
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2012 | 09:46
Auglýsing frá Fornleifasjóði
Fornleifasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum skv. 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. Úthlutunarreglur sjóðsins nr. 73/2004 eru birtar í Stjórnartíðindum og á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Veittir verða styrkir til verkefna sem stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum. Á fjárlögum 2012 eru 32,9 m.kr. til ráðstöfunar. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2012.
Við úthlutun ársins mun stjórn sjóðsins leggja áherslu á lokaúrvinnslu rannsóknarverkefna. Mælst er til að umsóknum fylgi ýtarleg verkefnislýsing þar sem gerð er grein fyrir fullnaðarfjármögnun og áætluðum rannsóknarlokum.
Umsóknir, í fjórum eintökum, sendist stjórn fornleifasjóðs, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Stjórn fornleifasjóðs 12. janúar 2012
9.1.2012 | 16:30
Fundargerð aðalfundar Fornleifafræðingafélags Íslands
Fundargerð aðalfundar Fornleifafræðingafélags Íslands
28.12.2011
Mættir eru: Björk Magnúsdóttir, Sindri Ellertsson Csillag, Albína Hulda Pálsdóttir, Ármann Guðmundsson, Kristján Mímisson, Bjarni F. Einarsson, Sandra Sif Einarsdóttir, Ásta Hermannsdóttir, Guðbjörg Melsted, Dagný Arnarsdóttir, Inga Hlín Valdimarsdóttir og Óskar Leifur Arnarson.
1. Inntaka nýrra félaga
Fyrir lágu umsóknir frá sex einstaklingum um inngöngu í félagið sem aukafélagar og frá einum aukafélaga um að verða aðalfélagi. Jakob Orri Jónsson, Sindri Garðarsson, Gísli Pálsson, Sigurjóna Guðnadóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir og Arnar Logi Björnsson sóttu um aðild að félaginu sem aukafélagar og voru öll samþykkt. Þau leggja öll stund á BA- eða MA-nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
Ármann Guðmundsson hafði lagt fram gögn um mastersgráðu í fornleifafræði og var samþykktur sem aðalfélagi.
2. Skýrsla stjórnar
Sindri Ellertsson Csillag flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á árinu. Nokkrar umræður sköpuðust um skýrsluna, mest um hvað leggja skyldi áherslu á í starfsemi félagsins á árinu 2012 svo sem umfjöllun um ný menningarminjalög, fjárveitingar til fornleifarannsókna, friðlýstar fornleifar og fleira. Í tengslum við umræður um ný menningarminjalög komu eftirfarandi hugmyndir fram
· Hafa stóran fund með Félagi íslenskra fornleifafræðinga og bjóða mennta- og menningarmálaráðherra, starfsmönnum Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem sömdu lögin, þingmönnum, sérstaklega úr Allsherjar- og menntamálanefnd og fleirum
· Félagsmenn skrifi greinar í blöð
· Hafa samband við fjölmiðla og fá þá til að fjalla um málið
· Ræða við þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd
3. Ársreikningur 2011
Björk Magnúsdóttir gjaldkeri lagði fram ársreikning Fornleifafræðingafélags Íslands, undirritaður af endurskoðendum félagsins, til samþykktar fundar. Staða félagsins er ágæt, töluvert fé er í sjóði en áætlað er að það verði nýtt snemma á árinu 2012 til útgáfu Ólafíu. Athygli vakti hve lítið kemur í sjóði félagsins í gegnum félagsgjöld og var ákveðið að taka frekari umræðu um það mál undir dagskrárliðnum Önnur mál síðar á fundinum.
Ársreikningurinn var samþykktur einróma af fundarmönnum.
4. Tillaga að lagabreytingu
Stjórn lagði fram tillögu um smávægilega breytingu á 9. grein í lögum félagsins. Breytingin var samþykkt einróma með fyrirvara um að styrktarsjóður Ólafíu Einarsdóttur yrði stofnaður árið 2012, ef svo verður ekki fellur breytingin niður. Er greinin svo hljóðandi eftir breytingu:
9. grein
Fornleifafræðingafélag Íslands gefur út ritið Ólafíu. Stefnt skal að útgáfu þess einu sinni á ári. Hvert hefti er tileinkað ákveðnu þema og birtir efni því tengdu í formi fræðigreina eða ritgerða. Ritstjóri hvers heftis er kosinn á aðalfundi hvert ár auk tveggja fulltrúa í ritnefnd sem verða ritstjóra innan handar við útgáfu heftisins. Ritið skal vera ritrýnt þegar þema þess miðast við birtingu stakra greina, sem ekki hafa verið gefnar út áður. Stefnan með útgáfu Ólafíu er að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit um fornleifafræði. Efni þess skal að öllu jöfnu vera ritað á íslensku til þess að skapa hefð fyrir notkun hugtaka í fornleifafræði á íslensku. Heimilt er að birta greinar í því á öðrum tungumálum. Ólafía er gefin út fyrir fé úr styrktarsjóði Ólafíu Einarsdóttur, sjálfsaflafé í formi styrkja, sölutekna og annarra framlaga.
5. Kosningar í stjórn FFÍ 2012-2013
Sindri Ellertsson Csillag núverandi formaður FFÍ gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Hann lagði fram tillögu um að kjör stjórnarmanna færi fram með handauppréttingu og var það samþykkt einróma. Minnt er á að formaður félagsins verður að vera aðalfélagi en aukafélagar mega sitja í öðrum stjórnarstöðum en þó aldrei vera fjölmennari en aðalfélagar í stjórn félagsins.
a. Ármann Guðmundsson, aðalfélagi, býður sig fram til formanns. Hann er kosinn einróma með 6 atkvæðum aðalfélaga á fundinum.
b. Björk Magnúsdóttir, aukafélagi, býður sig aftur fram til gjaldkera. Hún er kosin einróma.
c. Albína Hulda Pálsdóttir, aðalfélagi, býður sig aftur fram til ritara. Hún er kosin einróma.
d. Varaformaður, verður einnig að vera aðalfélagi, Dr. Bjarni F. Einarsson gefur kost á sér aftur og er kosinn einróma.
e. Vala Björg Garðarsdóttir, aðalfélagi og varamaður í stjórn 2011, og Ásta Hermannsdóttir, aukafélagi, bjóða sig fram sem varamenn og eru kosnar einróma.
f. Sindri Ellertsson Csillag býður sig fram sem formann siðanefndar FFÍ og er kosinn einróma. Dagný Arnarsdóttir, aukafélagi, býður sig fram aftur til setu í siðanefnd og er kosin einróma. Kristján Mímisson, aðalfélagi, býður sig einnig fram og er kosinn.
g. Endurskoðendur, Sandra Sif Einarsdóttir og Guðbjörg Melsted endurkjörnar.
6. Kosning fyrir Ólafíu V. hefti
Dr. Steinunn Kristjánsdóttir hefur sagt sig frá ritstjórn IV. og V. heftis Ólafíu. Því þarf að finna nýjan ritstjóra að V. hefti sem ákveðið var á síðasta aðalfundi að myndi fjalla um tímatalsfræði. Nýrri stjórn er farið að leysa mál IV. heftis, sem bíður útgáfu, í samráði við ritstjóra og ritnefnd V. heftis Ólafíu.
a. Kristján Mímisson, aðalfélagi, býður sig fram til að vera ritstjóri fyrir V. hefti Ólafíu og er kosinn. Efnið er áfram Tímatalsfræði líkt og samþykkt var á síðasta aðalfundi.
b. Albína Hulda Pálsdóttir, aðalfélagi og Inga Hlín Valdimarsdóttir, aukafélagi, bjóða sig fram til setu í ritnefnd V. heftis Ólafíu og eru kosnar einróma.
7. Tillaga að nýrri kápu á Ólafíu
Stjórn lagði fram tillögu um nýtt útlit á kápu tímaritsins Ólafíu sem verið er að vinna á auglýsingastofunni EnnEmm. Almenn ánægja með nýja kápu og nýrri stjórn er falið að halda áfram að vinna með þær tillögur. Stefnt er að því að IV. hefti Ólafíu komi út í janúar eða febrúar. Albína Hulda Pálsdóttir er að klára frágang á því og Dr. Ólafía Einarsdóttir hefur veitt félaginu myndarlegan styrk til endurhönnunar á kápunni.
8. Tillaga um innheimtu félagsgjalda með seðli í heimabanka
Lagt er til að félagsgjöld verði innheimt í gegnum heimabanka og verði innheimt sem valgreiðsla en þó eru engir dráttarvextir sem reiknast ef félagsmaður velur að greiða ekki kröfuna.
Kostnaður við innheimtu í heimabanka er samtals 115 kr. á hverja kröfu en á móti því gætu heimtur félagsgjalda orðið betri. Af 50 einstaklingum í félaginu hafa 16 greitt félagsgjöld það sem af er árinu 2011.
Ákveðið var að hækka félagsgjöld aðalfélaga í 3000 kr og aukafélaga í 1500 kr.
9. Drög að ályktun I
Fornleifafræðingafélag Íslands gagnrýnir harðlega að leggja eigi fram frumvarp um menningarminjar á vorþingi Alþingis 2012 nánast óbreytt frá vorþingi 2011 en margar og mjög alvarlegar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið þá sem ekkert tillit hefur verið tekið til. Fornleifafræðingafélag Íslands hafnar því alfarið að frumvarpið verði að lögum í núverandi mynd. Jafnframt gagnrýnir félagið þau vinnubrögð sem höfð voru við samningu þessa frumvarps en nánast ekkert samráð var haft við fagaðila í fornleifafræði við samningu þess. Lög um menningarminjar eru lög um starfsvettvang fornleifafræðinga og því er sjálfsagt og eðlilegt að athugasemdir Fornleifafræðingafélags Íslands og annarra fagaðila á sviði fornleifafræði séu teknar til greina.
Samþykkt á Aðalfundi Fornleifafræðingafélag Íslands 28.12.2011.
Þessi ályktun er samþykkt samhljóða, upp úr þessu verður þetta sent í blöðin og til allra þingmanna.
Í sambandi við þetta kom fram hugmynd um að fara fram á rökstuðning frá Menningar- og menntamálaráðuneytinu um af hverju ekki er tekið tillit til athugasemda félagsins og annarra sem gerðu athugasemdir.
Sterkasta vopnið er herferð til að vekja athygli á stöðunni.
Koma þarf á fundi með FÍF um málið mjög fljótt.
Tryggja að félagsmenn viti hver staðan með nýju menningarminjalögin er.
10. Drög að ályktun II
Fornleifafræðingafélag Íslands fer þess á leit við Fornleifavernd ríkisins að upplýsa félagsmenn um stöðu friðlýstra fornleifa á Íslandi og hver stefna embættisins sé varðandi friðlýstar fornminjar, t.d. með opnum fyrirlestri þar sem starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins færu yfir hversu mikið af friðlýstum fornleifum hefðu verið endurskoðaðar og hvort tilefni sé til að endurmeta friðlýsingu á einhverjum þeirra. Fornleifafræðingafélag Íslands vill jafnframt skora á Fornleifavernd ríkisins að birta upplýsingar um uppgraftarleyfi veitt sumarið 2011 hið allra fyrsta á heimasíðu sinni. Jafnframt þætti félaginu eðlilegt að á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins birtist einnig upplýsingar um þær umsóknir sem synjað er um leyfi til fornleifarannsókna sem og aðrar leyfisveitingar, t.a.m. þegar leyfi er gefið til framkvæmda á eða við friðlýstar fornleifar.
Ákveðið að fresta þessari ályktun vegna svars frá Fornleifavernd ríkisins við bréfi okkar frá 24. nóvember 2011.
11. Drög að ályktun III
Fornleifafræðingafélag Íslands mótmælir harðlega niðurskurði á fjárveitingum til fornleifarannsókna á milli áranna 2011 og 2012. Á fjárlögum fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að fjárframlag til fornleifarannsókna minnki umtalsvert, fari úr 46,9 m.kr. í 32,9 m.kr. sem er skerðing upp á tæp 30%. Félagið hefur fullan skilning á niðurskurðarkröfu ríkisins og er sammála þeirri reglu sem farin er í fjárlagafrumvarpi 2012 að styrkja eingöngu Fornleifasjóð sem er vísindalegur samkeppnissjóður. 30% niðurskurður á milli ára er þó mun meiri heldur en aðrar fræðigreinar þurfa að búa við. Aðeins með því að efla fornleifasjóð til muna verður fræðigreininni og því sem hún skilar til samfélagsins forðað frá glötun.
Samþykkt á Aðalfundi Fornleifafræðingafélag Íslands 28.12.2011.
12. Önnur mál
Kristján Mímisson: Í apríl 2013 verður NordicTAG haldin á Íslandi. Áhugi er fyrir að gefa út Conference Proceedings í tengslum við ráðstefnuna og möguleiki væri að gera það í samvinnu við Ólafíu, þetta hefti kæmist líklega í fyrsta lagið árið 2014. Þetta verkefni yrði mun stærra en venjuleg Ólafía og þyrfti mun meira fjármagn. Þetta mál verði falið stjórn. Steinunn er ábyrgðarmaður fyrir ráðstefnunni og Kristján Mímisson er verkefnisstjóri. Þegar hefur fengist vænn styrkur til ráðstefnunnar. Kristján stingur upp á að félagið verði hugsanlega með málstofu eða slíkt. Titill ráðstefnunnar er: Borders, margins, fringes.
Sindri Ellertsson Csillag: Heimsókn fræðimanns
Hugmyndir um hvern ætti að reyna að hafa samband við, ákveðið að leggja höfuðið í bleyti, Sindri nefnir Sian Jones, Bjarni nefnir Dagfinn Skre en hann er alltaf á Íslandi. Kosturinn við Dagfinn er að líklega væri hægt að fá hann með litlum tilkostnaði. Hugmynd að bjóða Christian Christiansen og Lynn Meskel, höfundi Cosmopolitan Archaeologies.
Sótt hefur verið um styrk til Menningar- og menntamálaráðuneytisins vegna heimsóknar fræðimanns.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2012 | 11:15
The Archaeology Graduate Seminar Series
The newly established Graduate Research Seminar is organised by post-graduates from the Department of Archaeology to discuss a wide array of different topics and promote new research in Icelandic archaeology. Selected topics will be debated bi-weekly through lectures, case studies and question & answer sessions. Anyone interested is welcome and encouraged to attend the seminar. A detailed programme of the seminar will be available soon.
Location: Room G 301 in Gimli (on University Campus), Sæmundargötu 10
Time: bi-weekly on Thursdays, 5:30 6:30 pm
Organised by: Janis Mitchell (jkm3@hi.is) and Nikola Trbojevic (nit2@hi.is)
First lecture:
January 19th 2012:
Adolf Friðriksson The quest for Vinland: Kristján Eldjárns curious voyage to the West