Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Málþing á vegum Vísindafélags Íslendinga

Miðvikudaginn 23. febrúar 2011 verður haldið málþing í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 16-18:00.  Frummælendur Magnús Karl Magnússon og Jón Torfi Jonasson, prófessorar við Háskóla Íslands, og fjalla um "Fjármögnun  grunnrannsókna á Íslandi:  bein framlög eða samkeppnissjóðir?".  Fundarstjóri : Guðrún Nordal, prófessor við Háskóla Íslands.

Fyrirlestur um fornleifarannsóknir á Svalbarði í Þistilfirði

Þriðjudaginn 22. febrúar n.k. mun Dr. Jim Woollett halda fyrirlestur á vegum námsbrautar í fornleifafræði um fornleifarannsóknir á Svalbarði í Þistilfirði

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 423 í Árnagarði og hefst kl. 16.30

Nánari lýsing:

Á árunum 1986-88 fór fram merkileg rannsókn á Svalbarði í Þistilfirði. Hópur bandarískra fornleifafræðinga gróf þar í gegnum öskuhaug sem talinn var spanna lungann úr Íslandssögunni, frá seinni hluta víkingaaldar til þeirrar 18.  Á grundvelli umfangsmikilla greininga á dýrabeinum úr haugnum voru dregnar víðtækar ályktanir um þróun efnahags á Íslandi á þessu tímabili.  Dr. Jim Woollett tók þátt í þessari rannsókn á sínum tíma en hefur síðastliðin þrjú ár farið fyrir nýju rannsóknarverkefni á Svalbarði í samstarfi við íslenska fornleifafræðinga.  Rannsóknir þeirra hafa leitt til endurskoðunar á tímasetningu öskuhaugsins og mun Dr. Woollett gera grein fyrir afleiðingum hennar í erindi sínu auk þess sem hann mun kynna aðrar niðurstöður athugana síðustu ára.

Dr. Jim Woollett er prófessor í fornleifafræði við Département d’histoire og Centre d’études nordiques, Université Laval í Quebec, Kanada

Bókin Endurfundir á 30% afslætti

Bókin Endurfundir fæst nú í safnbúð Þjóðminjasafnins á 4.130 kr en fullt verð er 5.900 kr.

 

Fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005

Bókin Endurfundir - fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005 er ítarleg sýningarbók sem gefin var út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafninu sem opnuð var 31. janúar 2009 og er árangur einstakra rannsókna á sviði fornleifa á Íslandi.

Kristnihátíðarsjóður var stofnaður árið 2000 til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku á Íslandi. Tilkoma sjóðsins markaði tímamót í fornleifarannsóknum hér á landi og var hlutverk hans tvíþætt: 

-  að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn.


-  að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar.

Helstu fornleifarannsóknirnar fóru fram á eftirfarandi stöðum:

- Gásir í Eyjafirði,  þar sem varðveittar eru miklar rústir verslunarstaðar frá miðöldum.
- Hólar í  Hjaltadal,  sem var höfuðstaður Norðurlands um aldir.
- Keldudalur í Skagafirði, þar sem meðal annars hafa fundist grafreitur úr heiðni, víkingaaldarskáli og kirkjugarður úr frumkristni.
- Kirkjubæjarklaustur, nunnuklaustur sem var stofnað á Kirkjubæ árið 1186.
- Kirkjur í  Reykholti, þar sem kirkja hefur staðið frá því skömmu eftir kristnitöku.
- Skálholt - höfuðstaður Íslands í 700 ár. Frá árinu 1056 var þar valdamiðstöð landsins og biskupssetur.
- Skriðuklaustur - heimili helgra manna. Á Skriðuklaustri var munkaklaustur á árunum 1493-1554. Fornleifauppgröftur hófst þar árið 2002 og stendur enn yfir.
- Þingvellir og þinghald til forna. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka minjar um þinghald á Íslandi og athuga skipulag þingstaða, staðsetningu og þróun

 


Dósent og verkefnastjóri í fornleifafræði - Háskóli Íslands og Þjóðminjasafn Íslands - Reykjavík - 201102/024


11/2/2011

Háskóli Íslands
Þjóðminjasafn Íslands

Samhliða störf við Háskóla Íslands (HÍ) og Þjóðminjasafn Íslands (ÞJMS).

Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands auglýsa laus til umsóknar samhliða störf dósents og verkefnastjóra í fornleifafræði frá 1. júlí 2011.

Störfin eru veitt til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Sótt skal um bæði störfin þar sem þau verða veitt einum og sama umsækjandanum. Sameiginleg valnefnd HÍ og ÞJMS mun gera tillögu um það hvaða umsækjandi verður fyrir valinu á grundvelli heildarmats á þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar ráðningu í hvort starf fyrir sig. Það er forsenda fyrir því að koma til álita við valið að viðkomandi uppfylli skilyrði vegna ráðningar í bæði störfin, annars vegar að áliti dómnefndar á grundvelli laga og reglna um Háskóla Íslands og hins vegar samkvæmt ráðningarferli Þjóðminjasafns Íslands.

Dósentinn annast kennslu á námsbraut í fornleifafræði við Háskóla Íslands en hefur starfsaðstöðu á Þjóðminjasafni á rannsókna- og varðveislusviði. 

Starf dósentsins er á vettvangi norrænnar fornleifafræði, með áherslu á miðaldarannsóknir. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í fornleifafræði, og hafa birt rannsóknaniðurstöður sínar á ritrýndum vettvangi. Lögð er áhersla á að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun fornleifarannsókna og af safnastörfum. Reynsla af kennslu og stjórnun á háskólastigi er mjög æskileg.  Um starfsskyldur í starfi dósents fer eftir reglum HÍ, en starfsskyldur í starfi verkefnasstjóra í fornleifafræði fer eftir nánari ákvörðun þjóðminjavarðar.

Sá sem ráðinn verður er sameiginlegur starfsmaður HÍ og ÞJMS, en um er að ræða samanlagt 75 % starfshlutfall, þar sem 55 % er dósentstarf við Háskóla Íslands, en 20 % verkefnastjórastarf í fornleifafræði hjá Þjóðminjasafni Íslands.  Viðkomandi hefur ráðningarsamning við hvora stofnun fyrir sig þar sem nánar er fjallað um starfsskyldur og verkefni í samræmi við samstarfssamning HÍ og Þjóðminjasafnsins frá 1. sep. 2010. Í báðum ráðningarsamningum er tekið fram að forsenda ráðningar í hvort starf um sig sé ráðning í samhliða starf á hinni stofnuninni.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009, sjá á vef HÍ.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2011.

Umsóknir skulu berast á rafrænu formi á netfangið bmz@hi.is. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið og greinargerð um áform ef til ráðningar kemur. Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Ennfremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Umsókn og umsóknargögnum sem ekki er skilað rafrænt skal skila í þríriti til Vísindasviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 6, 101 Reykjavík.

Öllum umsækjendum verður greint frá niðurstöðum dómnefndar og valnefndar og um ráðstöfun starfsins þegar sú ákvörðun liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Óskar Einarsson rekstrarstjóri Hugvísindasviðs HÍ í síma 525-5236 eða á netfangi: oe@hi.is og Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður í síma: 530-2200 eða á netfangi: margret@thjodminjasafn.is.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins og skólans (sjá m.a.: www.jafnretti.hi.is).


Hádegisfyrirlestur þriðjudaginn 15. febrúar

Þriðjudaginn 15. febrúar mun Lilja Árnadóttir flytja hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við nýja sýningu í Bogasal safnsins: Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn.Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og er gestum að kostnaðarlausu. Verið velkomin!


Íslensk, útskorin horn eru vitnisburður um listfengi útskurðarmeistara fyrri alda. Elstu varðveittu hornin eru frá síðmiðöldum og þau eru alskreytt myndum eða jurtamynstri og sum áletruð höfðaletri. Lilja mun segja frá þeirri fornu íslensku hefð að skera út myndir, mynstur og letur í nautshorn, bregða upp myndum af hornum og fjalla um notkun þeirra gegnum aldirnar. Að erindinu loknu býðst gestum að skoða sýninguna Guðvelkomnir, góðir vinir!

Call for Papers

Places, people, stories

An interdisciplinary & international conference

28-30 September 2011

Brofästet Conference Centre

Linnaeus University, Campus Kalmar, Sweden



You are welcome to contribute to one of the conference’s 18 sessions. Deadline for paper abstracts to be submitted to session organizers: 7 March.

Conference homepage with Call for Papers and further information:

http://lnu.se/about-lnu/conferences/places-people-stories-2011?l=en


Conference Organizing Committee:
Cornelius Holtorf (archaeology/heritage studies)
Elisabeth Brandin (human geography)
Eva Cronquist (art history/visual culture)
Per Pettersson Löfquist (sociology/tourism)

All enquiries are to be sent to Linda Hansson at konferens2011@lnu.se

Fyrsta skýrslan um fornleifauppröft á Bessastöðum komin út

Forsíða Bessastaðaskýrslu 1987Út er komin skýrsla eftir Guðmund Ólafsson um uppgröftinn á Bessastöðum. Ber hún  yfirskriftina 'Bessastaðarannsókn 1987. Aðdragandi og upphaf - uppgraftarsvæði 1-11'. Eins og titillinn ber með sér er aðdragandi rannsóknanna rakinn í skýrslunni og framgangi þeirra fyrsta árið lýst í máli og myndum. Fornleifauppgröftur á Bessastöðum stóð til ársins 1996.

Skýrslan er 230 blaðsíður og fæst í bókabúð Þjóðminjasafns Íslands.


Nýsköpunarsjóður námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Á hverju ári er skipuð sérstök dómnefnd sem hefur það vandasama verkefni að velja verkefnin sem hljóta tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands og verðlaunaverkefnið sjálft. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Stúdentaráði Háskóla Íslands, Samtökum iðnaðarins og Reykjavíkurborg. Verðlaunaafhendingin fer fram á Bessastöðum í febrúar.

Hér eru upplýsingar um úrvalsverkefni sjóðsins 2010 sem munu keppa um verðlaunin í febrúar 2011.

Næsti umsóknarfrestur er 7. mars 2011 kl. 16.00.

Nánari upplýsingar á vef Rannís.

 


Nýjar BA og MA ritgerðir í fornleifafræði frá Háskóla Íslands

Nokkrir nemendur munu útskrifast úr fornleifafræði frá Háskóla Íslands nú í febrúar og hér má sjá efni ritgerða þeirra.

BA ritgerðir


Ásta Hermannsdóttir: Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag
Björgvin Gunnarsson: „Þungur hnífur.“ Víkingar í kvikmyndum

MA ritgerðir


Aidan Bell: Þingvellir: Archaeology of the Althing
Guðmundur Ólafsson: Byggingar konungsgarðs. Bessastaðir á 17. og 18. öld
Karlotta S. Ásgeirsdóttir: Dvergar á öxlum. Greining á víkingaaldarnælum á Íslandi frá heiðnum sið
Oddgeir Isaksen: Minjar undir malbiki. Fornleifaskráning í þéttbýli

Allar ritgerðirnar eru aðgengilegar á pdf-formi á www.skemman.is


Styrkir úr fornleifasjóði

Fornleifasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum skv. 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. Úthlutunarreglur sjóðsins nr. 73/2004 eru birtar í Stjórnartíðindum og  á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Veittir verða styrkir til verkefna sem stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum.  Á fjárlögum 2011 eru 17,2 milljónir til ráðstöfunar. Umsóknarfrestur er til 1.mars 2011.

Umsóknir, í fjórum eintökum, sendist:

Stjórn fornleifasjóðs, mennta og menningarmálaráðuneyti

Sölvhólsgötu 4

150 Reykjavík

 

Stjórn fornleifasjóðs 1. febrúar 2011


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband