Nýsköpunarsjóður námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Á hverju ári er skipuð sérstök dómnefnd sem hefur það vandasama verkefni að velja verkefnin sem hljóta tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands og verðlaunaverkefnið sjálft. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Stúdentaráði Háskóla Íslands, Samtökum iðnaðarins og Reykjavíkurborg. Verðlaunaafhendingin fer fram á Bessastöðum í febrúar.

Hér eru upplýsingar um úrvalsverkefni sjóðsins 2010 sem munu keppa um verðlaunin í febrúar 2011.

Næsti umsóknarfrestur er 7. mars 2011 kl. 16.00.

Nánari upplýsingar á vef Rannís.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband