Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Heimsókn Britt Solli og 10 ára afmæli FFÍ

Kæru félagar

Þann 18. apríl næstkomandi mun norski fornleifafræðingurinn Brit Solli vera með fyrirlestur á vegum FFÍ, en hún er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Tromsö. Verk hennar eru framarlega á sviði hinsegin- og kynjafræða innan fornleifafræði, en að auki hafa rannsóknir hennar sterkar tengingar við þjóðfræði. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 13.00.

Eitt af helstu markmiðum FFÍ er að fá erlent fræðafólk til landsins til fyrirlestrahalds og heimsókn Brit Solli er hluti af því. Einkum er heimsóknin þó í tilefni af 10 ára afmæli FFÍ, en því verður einnig fagnað á árlegu Fardagablóti okkar sem haldið verður þann 22. apríl, síðasta vetrardag.

Kveðja,
stjórn FFÍ


Hádegisspjall FFÍ föstudaginn 27. mars

Næsta spjall FFÍ verður á morgun, föstudaginn 27. mars kl. 12.00, á kaffihúsinu Babalú við Skólavörðustíg.

Umræðuefnið að þessu sinni eru þýðingar á erlendum hugtökum yfir á íslensku. Borið hefur á því að notaðar séu mismunandi þýðingar á sama hugtakinu bæði innan fornleifafræðinnar sem og innan annarra fræðigreina. Mikilvægt er að sátt komist á um þýðingar svo hefð fyrir notkun þeirra myndist. Svona þýðingaspjall hjá FFÍ var haldið í fyrsta sinn síðastliðið vor og var með eindæmum vel heppnað. Í framhaldi af því voru þýðingarnar birtar á heimasíðu félagsins í svonefndum Orðfærakassa. Nú er komið að því að endurtaka leikinn.

Þau hugtök sem fjallað verður um að þessu sinni eru m.a.:

Embodied

Temporality

Spatiality

Performativity

Chronology

Diachronic

Endilega hugsið málið og látið ykkur detta í hug góðar íslenskar þýðingar á þeim. Einnig ef það eru önnur hugtök sem ykkur finnst vanta þýðingu á, þá má gjarnan bera þau upp á spjallinu. 


Við í stjórn FFÍ vonumst til að sjá sem flesta þannig að úr því verði áhugaverðar umræður.


Málstofa í fornleifafræði

Dagana 25. - 31. mars verður staddur hér á landi Erasmus-gistikennari frá
Rzeszow í Póllandi, Leszek Slupesci prófessor í miðaldasögu. Hann er hér
í boði Ásdísar Egilsdóttur og Ármanns Jakobssonar hjá Íslensku- og
menningadeild Háskóla Íslands.

Leszek Slupesci mun halda fyrirlestur fyrir fornleifafræðinga og
fornleifafræðinema í aðalbyggingu HÍ, stofu A 207, fimmtudaginn 26. mars
kl. 15. Fyrirlesturinn nefnist "Large burial mounds in Scandinavia and in
Cracow, Poland".

Fyrirlesturinn er einnig opinn öllum þeim sem áhuga hafa á fornleifafræði
og miðaldasögu.

Hádegisspjall FFÍ 27. mars 2009

Kæru félagar.

Næsta spjall FFÍ kl. 12.00, á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg. Umræðuefnið að þessu sinni eru þýðingar á erlendum hugtökum yfir á íslensku. Borið hefur á því að notaðar séu mismunandi þýðingar á sama hugtakinu bæði innan fornleifafræðinnar sem og innan annarra fræðigreina. Mikilvægt er að sátt komist á um þýðingar svo hefð fyrir notkun þeirra myndist.

Nú er um að gera að fara að hugsa um hugtök sem vantar góðar þýðingar á. Sendið félaginu tölvupóst svo hægt sé að setja lista með hugtökum á heimasíðuna fyrir spjallið.
Við í stjórn FFÍ vonumst til að sjá sem flesta þannig að úr því verði áhugaverðar umræður.

Kveðja,
Stjórn FFÍ

Nordic TAG 26.-29. maí 2009

Tíunda ráðstefna Nordic TAG verður haldin 26.-29. maí næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í málstofur á ráðstefnunni og umsóknarfrestur rennur út 30. mars. Nánar um ráðstefnuna má sjá hér.

Hugvísindaþing HÍ 13. og 14. mars

Kæru FFÍ félagar.

Næstkomandi föstudag og laugardag (13. og 14. mars) verður hið árlega Hugvísindaþing í Háskóla Ísland (sjá http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing_2009). Fjölmargar málstofur verða í boði og þar á meðal Fornleifafræði : saga og heimspeki hlutaHún mun fara fram í stofu 050 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands laugardaginn 14. mars og stendur hún frá kl. 11:00 - kl. 17:00. Eftirfarandi fyrirlestrar verða í boði:

Gavin Lucas, lektor í fornleifafræði við HÍ: The Great Pyramid at Giza and Other Archaeological Objects. Materialization and History
Steinunn Kristjánsdóttir, lektor í fornleifafræði við HÍ: Toppurinn á ísjakanum - efnismenning Skriðuklausturs
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, lektor í heimspeki við HÍ: Eru hlutirnir hlutlægir?
Hildur Gestsdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Sögur af beinagrindum
Kristján Mímisson, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Frá bæjardyrum séð: um fagurfræðileg áhrif landslags
Oscar Aldred, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Archaeologies of landscape
Nikola Trbojevic, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Woodland resource impact in the settlement period of Iceland: an overview and analysis of the existing research
Arndís Árnadóttir, doktorsnemi í sagnfræði við HÍ: Húsgögn sem heimildir um nútímavæðingu Íslendinga
Rúnar Leifsson, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Dýrafórnir og grafsiðir: Kennileg umgjörð fyrir óhefðbundna nálgun í dýrabeinafræði

Stjórn FFÍ hvetur alla til að mæta og taka þátt í umræðum. Það er ekki oft sem fornleifafræðilegar málstofur eru í boði þar sem fjallað er um ýmis ný viðfangsefni fræðigreinarinnar.

Fornleifavernd ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf minjavarðar Suðurlands

Fornleifavernd ríkisins er stjórnsýslustofnun sem fer með umsýslu fornleifamála landsins í umboði menntamálaráðherra. Stofnunin veitir m.a. leyfi til allra staðbundinna og tímabundinna fornleifarannsókna og lætur eftir föngum skrá allar þekktar fornleifar. Fornleifavernd ríkisins starfar á grundvelli laga nr. 107/2001.

 

 

Fornleifavernd ríkisins

The Archaeological Heritage Agency of Iceland

 

 

Fornleifavernd ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf minjavarðar Suðurlands

 

 

Ábyrgð og verksvið:

 

Starfssvið minjavarðar Suðurlands er í samræmi við lög  nr. 107/2001 og  3. og 6. gr. laga nr. 104/2001. Það nær yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslur. Minjavörður hefur umsjón og eftirlit með fornleifum á svæðinu og er umsagnaraðili og ráðgjafi vegna framkvæmda er snerta fornleifar og friðaðar byggingar. Minjavörður fer með daglega stjórn skrifstofu minjavarðar og ber að stuðla að markvissri starfsemi á sínu sviði. Hann sér um gerð verkáætlana í samræmi við stefnu Fornleifaverndar ríkisins.  Minjavörður ber ábyrgð á að áherslur og forgangsröðun verkefna samrýmist stefnu Fornleifaverndar ríkisins og fjárhagsramma stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar um starf minjavarðar er að finna á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins: www. fornleifavernd.is 

 

Menntunar-  og hæfniskröfur:

 

Framhaldsmenntun á háskólastigi í fornleifafræði eða minjafræði er áskilin.

Stjórnunarreynsla og hæfni í mannlegum samskiptum.

Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.

Færni í íslensku, ensku og helst einu Norðurlandsmáli, jafnt töluðu sem rituðu máli.

 

Um er að ræða fullt starf og er ráðið í starfið frá 15. maí n.k.. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

 

 

Umsókn með ferilskrá sendist Fornleifavernd ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík eigi síðar en 23. mars n.k. Upplýsingar veitir Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður (kristinhuld@fornleifavernd.is) í síma 5556630.  

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband