Heimsókn Britt Solli og 10 ára afmæli FFÍ

Kæru félagar

Þann 18. apríl næstkomandi mun norski fornleifafræðingurinn Brit Solli vera með fyrirlestur á vegum FFÍ, en hún er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Tromsö. Verk hennar eru framarlega á sviði hinsegin- og kynjafræða innan fornleifafræði, en að auki hafa rannsóknir hennar sterkar tengingar við þjóðfræði. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 13.00.

Eitt af helstu markmiðum FFÍ er að fá erlent fræðafólk til landsins til fyrirlestrahalds og heimsókn Brit Solli er hluti af því. Einkum er heimsóknin þó í tilefni af 10 ára afmæli FFÍ, en því verður einnig fagnað á árlegu Fardagablóti okkar sem haldið verður þann 22. apríl, síðasta vetrardag.

Kveðja,
stjórn FFÍ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband