16.1.2012 | 09:46
Auglýsing frá Fornleifasjóði
Fornleifasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum skv. 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. Úthlutunarreglur sjóðsins nr. 73/2004 eru birtar í Stjórnartíðindum og á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Veittir verða styrkir til verkefna sem stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum. Á fjárlögum 2012 eru 32,9 m.kr. til ráðstöfunar. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2012.
Við úthlutun ársins mun stjórn sjóðsins leggja áherslu á lokaúrvinnslu rannsóknarverkefna. Mælst er til að umsóknum fylgi ýtarleg verkefnislýsing þar sem gerð er grein fyrir fullnaðarfjármögnun og áætluðum rannsóknarlokum.
Umsóknir, í fjórum eintökum, sendist stjórn fornleifasjóðs, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Stjórn fornleifasjóðs 12. janúar 2012
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.