Gildi loftmynda í fornleifarannsóknum

Meistarafyrirlestur í landfræði

Gildi loftmynda í fornleifarannsóknum
15. desember klukkan 15:00, Oddi, stofa 101

Lilja Laufey Davíðsdóttir

Rannsóknir sýna að innrauðar litloftmyndir hafa yfirburði yfir aðrar gerðir loftmynda.
Þrátt fyrir það hafa þær lítið verið notaðar í fornleifarannsóknum og gildi þeirra nánast ekkert verið kannað.

Markmið rannsóknarinnar var að skoða möguleika innrauðra mynda fyrir fornleifarannsóknir og til samanburðar voru notaðar venjulegar litloftmyndir.

Niðurstöður sýndu að ekki aðeins voru innrauðar litloftmyndir betri til að koma auga á fornminjar, hvort sem um er að ræða minjar sem áður hafa fundist á vettvangi, þær sem ekki hafa verið staðsettar eða alls óþekktar minjar, heldur nýttust þær einnig til þess að túlka hlutverk fornminja og til að skoða breytingar á búsetumynstri.

Leiðbeinendur: Guðrún Gísladóttir prófessor og Ragnheiður Traustadóttir aðjúnkt og stjórnandi Hólarannsóknarinnar.

Prófdómari/fulltrúi deildar: Ingibjörg Jónsdóttir dósent


http://www.hi.is/vidburdir/meistarafyrirlesturgildi_loftmynda_i_fornleifarannsoknum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband