Aðalfundur Fornleifafræðingafélags Íslands 2011

Aðalfundur Fornleifafræðingafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 28. desember 2011, kl. 16:00 í herbergi 309 á 3ju hæð í Gimli, Háskóla Íslands.


Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:


1)    skýrsla liðins árs

2)    lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins

3)    lagabreytingar. Tillögu að lagabreytingu má nálgast hér að neðan.

4)    inntaka nýrra félagsmanna

5)    kosning stjórnarmanna

6)   ályktanir bornar undir fundinn

7)   önnur mál

 
Stjórn FFÍ

 

Tillaga að lagabreytingum Fornleifafræðingafélags Íslands

Lögð fyrir aðalfund 2011


Lögð er til breyting á 6. grein laga FFÍ, sem fjallar um Ólafíu, rit félagsins. Lagt er til að stjórn hvers heftis verði í höndum ritstjóra auk tveggja ritnefndarmanna sem munu verða ritstjóra innan handar við útgáfu heftisins. Auk þessa er gert ráð fyrir yfirvofandi breytingu á fjármögnun heftisins.

Tillagan er svohljóðandi eftir breytingu:

Fornleifafræðingafélag Íslands gefur út ritið Ólafíu. Stefnt skal að útgáfu þess einu sinni ári. Hvert hefti er tileinkað ákveðnu þema og birtir efni því tengdu í formi fræðigreina eða ritgerða. Ritstjóri hvers heftis er kosinn á aðalfundi hvert ár auk tveggja fulltrúa í ritnefnd sem verða ritstjóra innan handar við útgáfu heftisins. Ritið skal vera ritrýnt þegar þema þess miðast við birtingu stakra greina, sem ekki hafa verið gefnar út áður. Stefnan með útgáfu Ólafíu er að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit um fornleifafræði. Efni þess skal að öllu jöfnu vera ritað á íslensku til þess að skapa hefð fyrir notkun hugtaka í fornleifafræði á íslensku. Heimilt er að birta greinar í því á öðrum tungum. Ólafía er gefin út fyrir fé úr styrktarsjóði Ólafíu Einarsdóttur, sjálfsaflafé í formi styrkja, sölutekna og annarra framlaga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband