5.12.2011 | 14:47
Umræðufundur um endurgerð, viðhald og varðveislu fornleifa
Fornleifavernd ríkisins boðar til fundar föstudaginn 6. janúar 2012, kl. 13.00 og verður umræðuefnið endurgerð, viðhald og varðveisla fornleifa. Frummælandi verður Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja fundinn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna sig á netfangið fornleifavernd@fornleifavernd.is. Stefnt er að því að halda fundinn hér í kjallaranum að Suðurgötu 39 í Reykjavík. Reynist þátttakan fjölmennari en fundarherbergið í kjallarnum ræður við, munum við flytja okkur um set og tilkynna nýjan fundarstað með góðum fyrirvara.
Vonumst eftir að sjá sem flesta,
Kristín Huld Sigurðardóttir PhD, MPA
Forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins/General Director - The Archaeological Heritage Agency of Iceland
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.