Afmælismálþing Fornleifaverndar ríkisins: Fornleifavernd á Íslandi, kvöð eða kostur ?

Um þessar mundir eru tíu ár frá því að Fornleifavernd ríkisins hóf störf. Stofnunin stendur á tímamótum og mun væntanlega verða hluti nýrrar minjavörslustofnunar frá áramótum 2013.  Vegna afmælisins og tímamótanna blæs Fornleifaverndin til þings í salnum Yale, á 2. h. á Hótel Sögu föstudaginn 18. nóvember frá kl. 13.00 til 17.00. Þar er ætlunin að líta örlítið yfir farinn veg, en fyrst og fremst að horfa til framtíðar og viðra þá möguleika og tækifæri sem liggja grafin í íslenskum fornleifum.

Efni þingsins er: Fornleifavernd á Íslandi, kvöð eða kostur ? Þátttaka er ókeypis.

Drög að dagskrá

• Kl. 13.00

• Opnun, Kristín Huld Sigurðardóttir

• Ávarp: Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra

• Fundarstjóri, leikreglur ofl

• Gildi fornleifaverndar fyrir íslenskt samfélag.

Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður
Fornleifaverndar ríkisins

• Umgengni við land og sögu, skyldur og ávinningur framkvæmdaaðila. Helgi Jóhannesson/
Landsvirkjun

• Frá Ingólfi til Bjarkar, þýðing menningarsögunnar fyrir ferðaþjónustu. Ólöf Ýrr Atladóttir
ferðamálastjóri

• ”Norsk Kulturminnefond – en suksesshistorie!

Kan noen av erfaringene ha overføringsverdi til Island?” Jon Suul forstjóri hjá Norsk

• Kl. 15.00

• Kaffihlé

• Kl. 15.20

• Umræður

• Kl. 16.50

• Deginum lokað, Kristín Huld Sigurðardóttir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband