'The Saga-Steads of Iceland' Project

Strengleikar - Miðaldastofa Hugvísindastofnunar

 

Emily Lethbridge

 

flytur

 

'The Saga-Steads of Iceland' Project

 

 

í Árnagarði 423 á morgun, fimmtudaginn 20. október, kl. 16:30

 

 

 

Í fyrirlestrinum fjallar Lethbridge um árlanga rannsóknarferð sína um landið þar sem hún les Íslendingasögur hverja af annarri á söguslóð. Í bakgrunni standa sagnaferðir manna á nítjándu öld og fyrri hluta þeirra tuttugustu, „pílagríma“ á borð við William Gershom Collingwood og William Morris. Rannsóknin snýr ekki síst að vitnisburði héraðsmanna um staðhætti og örnefni sagnanna, söguvitund þeirra, munnlega sagnahefð og hlutskipti sagnanna í nútímamenningu. Hægt er að fylgjast með framgangi rannsóknarinnar á slóðinni http://sagasteads.blogspot.com.

 
Emily Lethbridge er fræðafélagi við deild engilsaxneskra, norrænna og keltneskra fræða við Kamsbrú, þaðan sem hún lauk doktorsprófi 2008.
 
[Léttar veigar á kostnaðarverði að fyrirlestri loknum og umræður.]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband