18.3.2011 | 12:59
Málstofa fornleifafræði á Hugvísindaþingi
Laugardaginn 26. mars, frá kl. 11:00 til kl. 16:00, mun námsgrein í fornleifafræði standa fyrir málstofu á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands sem ber titilinn "Frumímynd Íslands og breytt ásjóna fortíðarinna. Ómálga hlutir? Efniskenndar frásagnir? (e. Archetypal Iceland and the Changing Faces of the Past: Silent objects? Material narratives?).
Á málstofunni munu kennarar og doktorsnemar í fornleifafræði veita innsýn inn í rannsóknarverkefni sín og fræðileg viðfangsefni. Gestafyrirlesari á málstofunni er Sigurjón B. Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild.
Allar upplýsingar um málstofuna og einstaka fyrirlestra sem þar verða fluttir má finna á heimasíðu Hugvísindastofnunar
(http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/frumimynd_islands_og_breytt_asjona_fortidarinnar_omalga_hlutir_efniskenndar_frasagnir).
Málstofan er hluti Hugvísindaþings Háskóla Íslands en Laugardaginn 26. mars verða alls 99 fyrirlestrar haldnir í 18 málstofum sem fjalla munu um hin fjölbreyttustu málefni hugvísindanna. Dagskrá Hugvísindaþings í heild sinni má finna á heimasíðu Hugvísindastofnunar www.hugvis.hi.is.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.