25.1.2011 | 15:18
Fyrirlestur um klaustrið í Bæ
Þriðjudaginn 1. febrúar mun sr. Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri flytja erindi í Snorrastofu í Reykholti sem hann kýs að kalla "Klaustrið í Bæ á árunum 1030 - 1049. Hugleiðingar um Hróðólf ábóta og hlutverk klaustursins."
Flóki hefur sýnt klaustrinu í Bæ mikinn áhuga en er vitað um starfsemi þess og heimildir fáar. Þó má nokkuð ráða í starfsemi þess af almennum heimildum um 11. öldina. Í erindi sínu reynir hann að varpa ljósi á starfsemi klaustursins og hvernig til þess var stofnað.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30, og aðgangseyrir er kr. 500. Innifaldar í aðgangseyri eru kaffiveitingar í hléi.
Flóki Kristinsson er fæddur í Reykjavík 1951, lauk kandidatsprófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands 1983 og hefur einnig numið litúrgisk fræði og kennimannlega guðfræði við Trinity College, University of Toronto í Kanada. Hann var vígður til prestsþjónustu á Hólmavík í júní 1983 og þjónaði þar í tvö ár. Þá hefur hann einnig þjónað Stóra-Núpsprestakall í Gnúpverjahreppi og Langholtsprestakalli í Reykjavík. Tók að sér prestþjónustu við Íslendinga á meginlandi Vestur-Evrópu með aðsetri á Íslandi og var valinn sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli frá 1. júní 2000 þar sem hann hefur þjónað síðan.
Flóki hefur sýnt klaustrinu í Bæ mikinn áhuga en er vitað um starfsemi þess og heimildir fáar. Þó má nokkuð ráða í starfsemi þess af almennum heimildum um 11. öldina. Í erindi sínu reynir hann að varpa ljósi á starfsemi klaustursins og hvernig til þess var stofnað.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30, og aðgangseyrir er kr. 500. Innifaldar í aðgangseyri eru kaffiveitingar í hléi.
Flóki Kristinsson er fæddur í Reykjavík 1951, lauk kandidatsprófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands 1983 og hefur einnig numið litúrgisk fræði og kennimannlega guðfræði við Trinity College, University of Toronto í Kanada. Hann var vígður til prestsþjónustu á Hólmavík í júní 1983 og þjónaði þar í tvö ár. Þá hefur hann einnig þjónað Stóra-Núpsprestakall í Gnúpverjahreppi og Langholtsprestakalli í Reykjavík. Tók að sér prestþjónustu við Íslendinga á meginlandi Vestur-Evrópu með aðsetri á Íslandi og var valinn sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli frá 1. júní 2000 þar sem hann hefur þjónað síðan.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 27.1.2011 kl. 09:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.