21.1.2011 | 12:13
Verkefnastjóri - Þjóðminjasafn Íslands - Reykjavík - 201101/049
Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra á rannsókna- og varðveislusviði.
Helstu verkefni verkefnastjóra tengjast viðgerðum og viðhaldi á húsum í húsasafni Þjóðminjasafns, s.s. áætlunargerð, samningsgerð, öryggismál, samstarf við rekstraraðila, fræðsla, þátttaka í rannsóknarvinnu og skýrslugerð.
Ábyrgð og verksvið
Fagleg ábyrgð og verkstjórn verkefna tengd sögulegum húsum Þjóðminjasafns Íslands. Ábyrgð á að áherslur og forgangsröðun verkefna samrýmist stefnu Þjóðminjasafns Íslands og fjárhagsramma. Samskipti við iðnaðarmenn, samstarfsaðila og stofnanir.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf nauðsynlegt, MA próf eða sambærileg menntun æskileg.
- Próf á sviði byggingalistar og sögu kostur.
- Þekking á íslenskum byggingararfi nauðsynleg, ásamt reynslu af skipulagningu og verkstjórn verkefna í byggingariðnaði.
- Þekking á íslenskum torfhúsum og viðhaldi þeirra góður kostur.
- Reynsla af rannsóknarstörfum og færni í ritun skýrslna og greinargerða.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
Ráðningarkjör
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en í mars. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Við ráðningar í störf er tekið mið að jafnréttisáætlun stofnunarinnar.
Umsóknafrestur
Umsókn með ferilskrá sendist Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 43, 101 Reykjavík fyrir 7. febrúar 2011.
Upplýsingar veitir Anna Lísa Rúnarsdóttir sviðstjóri rannsókna- og varðveislusviðs (anna.lisa@thjodminjasafn.is) í síma 530-2200.
Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn Íslands nái markmiðum sínum sem vísinda-og þjónustustofnun. Starfsmaður leggi áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og jákvætt skapandi andrúmsloft á vinnustað.
Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 106/2001 og þjóðminjalaga nr. 107/2001.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.