Húsfyllir á fyrirlestri dr. Anders Andrén í Þjóðminjasafni Íslands

Húsfyllir var á fyrirlestri sænska fornleifafræðingsins dr. Anders Andrén sem hann hélt á vegum FFÍ í sal Þjóðminjasafns Íslands í gær, sunnudaginn 28. apríl.
Í fyrirlestrinum, sem nefndist Mission Impossible? The Archaeology of Old Norse Religion fjallaði dr. Andrén um rannsóknarverkefni sitt "Vägar til Midgård" þar sem norræn goðafræði er í brennidepli og leitast er við að svara spurningum um heimildagildi ritaðra heimilda sem fyrst og fremst hafa verið settar fram af kristnum mönnum og möguleika fornleifafræðinnar til að varpa nýju ljósi á þetta fræðasvið.
Fyrirlestri dr. Andrén var mjög vel tekið og í lok hans fóru áhugaverðar umræður fram. 
Að fyrirlestrinum loknum tilkynnti stjórn FFÍ að dr. Andrén hefði þegið heiðusfélaganafnbót í FFÍ og var honum veitt bókagjöf frá félaginu í því tilefni. Þess má geta að fyrirlestur dr. Andrén mun birtast í næsta hefti "Ólafiu" sem áætlað er að komi út á vormánuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband