Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Ný heimasíða Fornleifafræðingafélags Íslands

Tekin hefur verið í gagnið ný heimasíða Fornleifafræðingafélags Íslands http://fornleifafraedingafelagid.wordpress.com/.

Héðan í frá verða ekki gerðar frekari breytingar eða uppfærslur þessari síðu.

 


Fyrirlestraröð FFÍ og FÍF Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði

Annað fyrirlestrakvöldi félaganna er fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20 í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins að Suðurgötu 39.

Fyrirlestrarnir að þessu sinni eru:

Albína Hulda Pálsdóttir – Hvað segir vettvangsskráning okkur um seljarústir?
Ásta Hermannsdóttir og Sindri Ellertsson Csillag - Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi

Félagsmenn, nemendur og áhugamenn um fornleifafræði eru hvattir til að mæta. 


Skrifstofumaður - Fornleifavernd ríkisins - Reykjavík

Fornleifavernd ríkisins óskar eftir að ráða skrifstofumann.

Ábyrgð og verksvið:

Í starfinu felst m.a. frágangur reikninga, skjalavistun, póstsendingar og eftirlit með ýmsum gögnum, símaþjónusta, aðstoð við fjárhagsgerð, móttaka viðskipavina og upplýsingagjöf, ljósritun, innkaup á rekstrarvörum og umsjón með fundarherbergi auk tilfallandi verkefna hverju sinni.


Menntunar-  og hæfniskröfur:

Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi haldgóða menntun og reynslu af sambærilegum störfum.

Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku jafnt töluðu sem rituðu máli. Færni í ensku og helst einu Norðurlandamáli er æskileg. Gerð er krafa um góða almenna tölvukunnáttu. Þekking á GoPro tölvukerfi og Oracle- fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins er æskileg.

Lögð er áhersla á skipuleg og fagleg vinnubrögð, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskipum.

Um er að ræða 50% starf og er æskilegt að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. Umsókn með ferilskrá sendist Fornleifavernd ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík eigi síðar en 1. mars n.k. Upplýsingar veitir Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður (kristinhuld@fornleifavernd.is) í síma 5556630.

Fornleifavernd ríkisins er stjórnsýslustofnun sem fer með umsýslu fornleifamála landsins í umboði mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin er með starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu. Hún veitir m.a. leyfi til allra staðbundinna og tímabundinna fornleifarannsókna og lætur eftir föngum skrá allar þekktar fornleifar. Fornleifavernd ríkisins starfar á grundvelli laga nr. 107/2001. Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á vefslóðinni: http://www.fornleifavernd.is/.


Fyrsti spjallfundur 2012

Fyrsti spjallfund ársins verður haldinn þriðjudaginn 7. febrúar kl. 12 í stofu 422 í Árnagarði. Umræðuefnið verður nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands, hvert stefnir það, hvað er gott og hvað má bæta. Hvernig má kynna námið betur fyrir verðandi háskólanemum og væntanlegum atvinnurekendum.

Núverandi nemendur sérstaklega hvattir til að mæta.

Staðsetning; Árnagarði, stofa 422 kl. 12:00-13:00 7. febrúar 2012.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband