Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Umsögn FFÍ um lög um Þjóðminjasafnið

Hér má nálgast umsögn Fornleifafræðingafélags Íslands um ný lög um Þjóðminjasafnið sem nú eru í meðförum Alþingis.

Dreggjar dagsins: fornleifafræði hins nýliðna: Síðasti fyrirlesturinn í röðinni

Nú í vetur hefur Félags íslenskra fornleifafræðinga og Fornleifafræðingafélags Íslands boðið upp á röð fyrirlestra sem eiga það sameiginlegt að falla undir svið nútímafornleifafræði (frá 19.-20. öld). Síðasti fyrirlesturinn í þessari röð verður haldinn núna á fimmtudag, 19. maí. Að þessu sinni mun dr. Gavin Lucas, dósent við Háskóla Íslands gefa yfirlit um rannsóknir á sviði nútímafornleifafræði á Norður-Atlandshafssvæðinu og setja íslenskar rannsóknir um efnið í stærra samhengi. Í kjölfarið verður boðið uppá umræður og m.a. stefnt að því að ræða framtíð slíkra rannsókna hérlendis, möguleika þeirra og takmarkanir, m.a. í lagaumhverfi sem kann að vera að breytast. Sem fyrr er fyrirlesturinn öllum opinn og ókeypis. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og að neðan er að finna stutta samantekt um efni hans.

Archaeology of the recent past in the North Atlantic: problems and potentials

The talk will give a brief overview of the state of later historical archaeology in the North Atlantic, looking at what research has been conducted in Norway, Shetlands, Faroes, Greenland and Atlantic Canada, comparing it to the state of research in Iceland. Some general themes will be drawn out as, in particular it will be argued that research in this area can be used to contest and re-think some of the dominant tropes which have dictated the archaeology of the modern period, specifically, modernity itself. The presentation will aim to be brief, giving more time for discussion and the chance to reflect generally on the problems and potential of later historical archaeology in Iceland.

Staður: Kjallari Fornleifaverndar ríkisins Suðurgötu 39, 101 Reykjavík

Stund: Fimmtudaginn 19. maí 2011, kl. 20.00.


Fréttatilkynning frá stjórn fornleifasjóðs

29.4.2011

Úthlutun úr fornleifasjóði 2011

Stjórn fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2011. Sjóðurinn var stofnaður skv. 24. grein þjóðminjalaga nr. 107/2001

Fjárveiting til sjóðsins í ár var 17.200.000 milljónir króna. Samtals bárust 45 umsóknir að þessu sinni að upphæð 73.249.840 króna.

Samþykktir voru styrkir til 16 aðila að upphæð 18.000.000 króna.

Nánari upplýsingar veitir: Ragnheiður Þórarinsdóttir

 

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að þessu sinni:

Verkefni

Styrkþegi

Upphæð

Áframhaldandi fornleifarannsókn að Skriðuklaustri

Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, Skriðuklaustursrannsóknir

3.000.000

Fornleifauppgröftur í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit

Hildur Gestsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses.

2.500.000

Eyfirsk verstöð á barmi eyðileggingar, Siglunes

Birna Lárusdóttir o.fl. Fornleifastofnun Íslands ses.

1.500.000

Úrvinnsla fornleifarannsókna á miðaldakaupstaðnum á Gásum 2001-2006

Haraldur Þór Egilsson, Minjasafnið á Akureyri.

1.200.000

Skagfirska kirkjurannsóknin, rannsókn á kirkjustöðum 1000-1500

Guðný Zoëga, Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga.

1.000.000

Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Þverrfaglegar rannsóknir á höfuðbóli

Garðar Guðmundsson o.fl. Fornleifastofnun Íslands ses.

1.000.000

Kuml í uppsveitum Borgarfjarðar

Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses.

1.000.000

Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi

Sindri Ellertsson Csillag, Fornleifafræðistofan

1.000.000

Kolkuóshöfn í Skagafirði

Ragnheiður Traustadóttir

1.000.000

Jaðarbyggðir á Suðurlandi

Kristján Mímisson, Fornleifafræðistofan

800.000

Kínamúrar Íslands? Rannsóknir á Íslenskum forngörðum II

Árni Ólafsson, Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Stefán Ólafsson

800.000

Kirkjur Reykholts

Guðrún Sveinbjarnardóttir

800.000

Úrvinnsla Sveigakotsrannsókna

Orri Vésteinsson

800.000

Þróun og eyðing byggðar við Heklurætur

Ragnheiður Gló Gylfadóttir og Kristborg Þórsdóttir 

600.000

Teikning gripa frá Sveigakoti og Hrísheimum

Stefán Ólafsson

500.000

Póstskipið Phønix

Ragnar Edvardsson, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum

500.000

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband