Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
27.4.2010 | 15:39
Ráðstefna um björgunar- og framkvæmdatengdar fornleifarannsóknir
13.4.2010 | 15:59
Fardagablót FFÍ
Fardagablót Fornleifafræðingafélags Íslands 2010 verður haldið með pompi og prakt á seinasta degi vetrar, þann 21. apríl næstkomandi. Ráðgert er að hittast á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, stundvíslega kl. 19.00.
Þar mun gleðin hefjast með fordrykk en klukkan 20:00 mun gleðin færast yfir á veitingastaðinn Pisa við Lækjargötu (heimasíða og matseðill staðarins er að neðan).
Þess ber að geta að nú sem áður mun FFÍ ekki standa straum af kostnaði í sambandi við fardagablótið, því er því beint til félagsmanna að koma með sitt eigið söngvatn. Þeir sem hafa ekki þegar boðað komu sína eru vinsamlegast beðnir um að gera það með því að senda okkur tölvupóst á fornleifafraedingafelagid@gmail.com.
Matseðil má finna á: http://www.pisa.is/
Með kveðju, Stjórnin.
13.4.2010 | 09:09
SAMGÖNGUR OG LANDVARNIR 1500–1900
Félag um átjándu aldar fræði
heldur málþing undir yfirskriftinni
Samgöngur og landvarnir 15001900
laugardaginn 17. apríl 2010.
Málþingið verður haldið í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð.
Það hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.
Flutt verða fimm erindi sem hér segir:
Sprengisandsleiðin forna, einkum á átjándu öld
Björn Teitsson, sagnfræðingur
Ferðir um Kjöl á átjándu og nítjándu öld
Eiríkur Þormóðsson, handritavörður
Fornar leiðir frá Skriðuklaustri
Steinunn Kristjánsdóttir, dósent í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn
KAFFIHLÉ
Samgöngur í Húnaþingi á átjándu og nítjándu öld
Jón Torfason, skjalavörður
Sýnilegar og ósýnilegar varnir Íslands á átjándu öld
Halldór Baldursson, læknir
Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, list- og sagnfræðingur.
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Útdrættir úr erindum liggja fyrir á málþinginu.
Þeir verða síðar aðgengilegir á vefsíðu Félags um átjándu aldar fræði, www.fraedi.is/18.oldin
Í hléi býður félagið málþingsgestum kaffiveitingar fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.
7.4.2010 | 16:26
Úthlutun úr fornleifasjóði
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)