Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Ráðstefna um björgunar- og framkvæmdatengdar fornleifarannsóknir



Þann 8. maí nk. gengst Félag íslenskra fornleifafræðinga fyrir ráðstefnu um björgunar- og framkvæmdatengda uppgrefti í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.  Ráðstefnan er haldin í samstarfi við safnið og Fornleifavernd ríkisins.

Björgunaruppgreftir eru orðnir stór hluti þeirra verkefna sem fornleifafræðingar fást við. Þar eru forsendur hins vegar allt aðrar en við rannsóknaruppgrefti þar sem fræðimenn velja sér uppgraftarstaði eftir rannsóknaráhuga.  Fjallað verður um helstu niðurstöður slíkra uppgrafta frá síðustu árum (2007-2009) en þó er markmiðið fyrst og fremst að skapa umræðu um björgunaruppgrefti, framkvæmd þeirra, umgjörð, rannsóknaspurningar og ekki síst hvað verður um upplýsingarnar sem safnast.  Ráðstefnan er öllum opin.

Dagskrá

13:00 Þór Hjaltalín:  Björgunarrannsóknir og þjónusturannsóknir.  Hugleiðing um stjórnsýsluna.
13.20        Margrét Hallmundsdóttir:  Uppgröftur vegna framkvæmda við Þingvallakirkju
13:40        Lilja Björk Pálsdóttir:  Fornt býli í Kelduhverfi.  Framkvæmdarannsókn
 14:00       Guðný Zöega:   Fornleifakannanir vegna vegaframkvæmda í Hamarsfirði og Svarfaðardal.
14:20        Ragnheiður Traustadóttir: Kolkuós

14:40 – 15:00 KAFFI

15:00       Oscar Aldred:  Excavation, urban development and its dirty little secrets: an archaeology of Reykjavík‘s waterfront
15:20       Vala Garðarsdóttir:  Björgunaruppgröftur á Alþingisreitnum; upphaf og framvinda.
15:40       Oddgeir Hansson:  Vaktaralóðin og ýmsar smærri athuganir í miðbæ Reykjavíkur.
16:00       Gavin Lucas:  Personal reflections on contract archaeology

16:20 – 16:45  Umræður og ráðstefnulok

Um kvöldið verður óformleg samkoma á efri hæð Priksins, Bankastræti 12.  Tilboð verður á barnum og eru ráðstefnugestir eindregið hvattir til að koma og ræða málin yfir glasi. 

Stjórn Félags íslenskra fornleifafræðinga


Fardagablót FFÍ

Fardagablót Fornleifafræðingafélags Íslands 2010 verður haldið með pompi og prakt á seinasta degi vetrar, þann 21. apríl næstkomandi. Ráðgert er að hittast á Fornleifafræðistofunni,  Ægisgötu 10, stundvíslega kl. 19.00.

Þar mun gleðin hefjast með fordrykk en klukkan 20:00 mun gleðin færast yfir á veitingastaðinn Pisa við Lækjargötu (heimasíða og matseðill staðarins er að neðan). 

Þess ber að geta að nú sem áður mun FFÍ ekki standa straum af kostnaði í sambandi við fardagablótið, því er því beint til félagsmanna að koma með sitt eigið söngvatn. Þeir sem hafa ekki þegar boðað komu sína eru vinsamlegast beðnir um að gera það með því að senda okkur tölvupóst á fornleifafraedingafelagid@gmail.com

Matseðil má finna á: http://www.pisa.is/

Með kveðju, Stjórnin.


SAMGÖNGUR OG LANDVARNIR 1500–1900


Félag um átjándu aldar fræði

heldur málþing undir yfirskriftinni

Samgöngur og landvarnir 1500–1900

laugardaginn 17. apríl 2010.

Málþingið verður haldið í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð.

Það hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.

Flutt verða fimm erindi sem hér segir:

                

Sprengisandsleiðin forna, einkum á átjándu öld

Björn Teitsson, sagnfræðingur

 

Ferðir um Kjöl á átjándu og nítjándu öld

Eiríkur Þormóðsson, handritavörður

 

Fornar leiðir frá Skriðuklaustri

Steinunn Kristjánsdóttir, dósent í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn

 

KAFFIHLÉ

 

Samgöngur í Húnaþingi á átjándu og nítjándu öld

Jón Torfason, skjalavörður

 

Sýnilegar og ósýnilegar varnir Íslands á átjándu öld
                                          Halldór Baldursson, læknir

 

 

Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, list- og sagnfræðingur.

 

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

 

Útdrættir úr erindum liggja fyrir á málþinginu.

Þeir verða síðar aðgengilegir á vefsíðu Félags um átjándu aldar fræði, www.fraedi.is/18.oldin

 

Í hléi býður félagið málþingsgestum kaffiveitingar fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.


Úthlutun úr fornleifasjóði

Úthlutað hefur verið úr Fornleifasjóði, sjá fréttatilkynningu á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband