Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Skriðuklaustur og Vestur-Evrópa á miðöldum

Þriðjudaginn 2. nóvember mun Steinunn Kristjánsdóttir dósent í fornleifafræði við Þjóðminjasafn Íslands og Háskóla Íslands flytja erindi um fornleifauppgröft sem hefur staðið yfir á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal frá árinu 2002. Fyrirlesturinn hefst í fyrirlestrasal safnsins kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal frá árinu 2002. Lokið hefur verið við að grafa upp um 1300 fermetra af rústum klausturbyggingarinnar, ásamt kirkju og klausturgarði, frá áromitæplega 200 grafir og skrá um 13 þúsund gripi, en reiknað er með að uppgrefti á staðnum ljúki næsta haust. Í fyrirlestrinum verður greint frá helstu niðurstöðum uppgraftarins til þessa, um leið og saga Skriðuklausturs, sem og annarra klaustra á Íslandi, verður sett í vestur-evrópskt samhengi kaþólskrar kristni á miðöldum.

Hægt er að nálgast skýrslur og aðrar upplýsingar um rannsóknina á Skriðuklaustri á slóðinni http://notendur.hi.is/sjk/SKR.htm

Málstofa í fornleifafræði

Meistara- og doktorsdagur Hugvísindasviðs 29. október 2010

Málstofa VII - FORNLEIFAFRÆÐI

Frekari upplýsingar hér.

 


Fyrirlestur Dr. Christopher Callow

Mánudaginn 25. október n.k. mun Dr. Christopher Callow halda fyrirlestur sem hann nefnir: What happened in Eyjafjörður from the landnám to c.1260?

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 423 í Árnagarði og hefst kl. 17.30

Nánari lýsing:

The aim of this paper is to use Eyjafjörður as a case study for trying to understand changes in the nature of socio-political relations within a particular region. My approach will be to examine the portrayals of particular relationships between farms in Eyjafjörður in texts which deal in detail with this region, e.g. Landnámabók, Víga-Glúms saga, Ljósvetninga saga, Guðmundar saga dýra, Íslendinga saga. Each of these says something different about the relationships between major farms in Eyjafjörður (Munkaþverá, Grund, Espihóll, Möðruvellir etc). The question is whether it is significant that a series of texts which are traditionally dated to roughly the same period provide differing accounts. I will suggest that these differences are indeed meaningful and might enable us to say more about political change over a longer time than has sometimes suggested;  Íslendingasögur and Landnámabók actually do tell us something about the realities of local politics before many of the samtíðarsögur were written down. This does not mean that we have a clear
idea of local politics before 1100 but we might have a better sense of 12th century politics than has often been suggested.

Dr. Callow kennir sagnfræði og fornleifafræði við háskólann í Birmingham og sérhæfir sig í íslenskri miðaldasögu.

Fyrirlesturinn er á vegum Sagnfræðistofnunar og námsbrautar í fornleifafræði

Annar spjallfundur FFÍ

Annað spjallkvöld félagsins verður haldið fimmtudaginn 4. nóvember n.k. Fundurinn verður með sama sniði og seinast en hann verður haldinn á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 og byrjar kl. 20:00.

Að þessu sinni höfum við fengið Unni Magnúsdóttur til að spjalla um verkefni sem hún vann að núna í sumar hjá Fornleifavernd ríkisins. Verkefnið fólst í því að skrá alla fornleifauppgreftri sem farið hafa fram á undanförnum árum inn í kortagrunn. Við þessa vinnu hafði Unnur tækifæri til að sjá þá þróun sem orðið hefur á undanförnum árum í uppgraftarskýrslum, hvað hafi breyst til batnaðar og hvar enn megi gera betur. Eftir framsöguna gefst svo tækifæri til að spjalla almennt um uppgraftarskýrslur, útgáfu þeirra og miðlun. Einnig höfum við fengi Agnesi Stefánsdóttur deildarstjóra hjá Fornleifavernd ríkisins til að mæta og taka þátt í umræðum.

Vonum að sjá sem flesta,

Stjórnin.

Fræðslufundur Minja og sögu

Uppgröftur á Skriðuklaustri: Fyrirlesari er Steinunn Kristjánsdóttir dósent

Næsti fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands, fimmtudaginn 21. október n.k. og hefst kl. 17.00.

Í fyrirlestrinum verður í stuttu máli dregin fram mynd af byggingum og starfsemi Skriðuklausturs miðað við fyrirliggjandi niðurstöður uppgraftar sem staðið hefur yfir á rústum þess síðan 2002. Síðan verður fjallað sérstaklega um átta tilfelli sullaveiki sem hafa fundist í gröfum á staðnum en öll eru þau að líkindum frá 16. öld. Farið yfir sögu sullaveikinnar sem herjaði á Íslendinga öldum saman og varð einn af mannskæðustu sjúkdómum hérlendis um langa hríð.

Að loknum fyrirlestri mun Steinunn svara fyrirspurnum.

Dr. Steinunn Kristjánsdóttir er dósent í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafn og Háskóla Íslands.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Allir velkomnir.


Ókeypis aðgangur.


Nýjustu fréttir úr Kolkuósi

Þriðjudaginn  19. október flytur Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Hólum í Hjaltadal, erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands um fornleifauppgröftinn í Kolkuósi. Ragnheiður er stjórnandi Hólarannsóknar og er uppgröfturinn í Kolkuósi talinn varpa ljósi á ástæður þess að biskupsstólnum var valinn staður á Hólum 1106.

Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og er öllum opinn.



Á sýningunni Endurfundir í Þjóðminjasafninu má sjá ýmsa forvitnilega forngripi frá Hólarannsókninni og er um hana fjallað i veglegri bók sem gefin var út í tengslum við sýninguna.

Hin forna meginhöfn Skagfirðinga við Kolkuós er talinn vera ástæðan fyrir því að valdamiðstöð Norðlendinga reis á Hólum. Hún hefur verið þaulskipulagt athafnasvæði með fjölda búða sem tengdust um götu eftir endilöngum tanga. Þarna hefur verið gott skipalægi og greinileg merki hafa fundist um líflega milliríkjaverslun, bæði með nauðþurftir og munaðarvöru.

Höfnin var í notkun frá landnámi fram á 16. öld að kostir hennar virðast hafa spillst auk þess sem veraldleg völd Hólabiskupa rýrnuðu.

Vegna ágangs sjávar er sáralítill jarðvegur eftir á klöppinni en fornleifafræðingar hafa náð undraverðum árangri í kapphlaupi við óblíð náttúruöflin frá árinu 2003.

Slóðin á nýja heimasíðu um uppgröftinn er
http://holar.is/holarannsoknin/kolkuos/

Rannsóknir á fornmálmfræði víkingaaldar

Þriðjudaginn 12. október mun Ny Björn Gustafsson frá háskólanum í Stokkhólmi flytja erindi um fornmálmfræði í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn er haldinn á ensku og hefst kl 16:00 í fyrirlestrasal safnsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.



Ny Björn Gustafsson hefur rannsakað jarðfundna skartgripi og leifar af fornum smiðjum, aðallega á Gotlandi, og reynt að komast að því hvað var smíðað þar, hvar málmurinn var unninn og hvað var unnið úr honum. Fjöldi slíkra smiðja frá víkingaöld hefur fundist á Gotlandi og víðar í Skandinavíu síðustu 30 árin og fjölmargir málmgripir bíða rannsókna í söfnum víða um Norðurlönd. Þeir fundust á tímum þegar þekking á þessu sviði var lítil eða engin, en með nútímatækni er hægt varpa ljósi á uppruna þeirra og gerð.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig finna megi þessa framleiðslustaði, hvernig túlka megi gripina með hjálp nýrra flokkunaraðferða og að lokum hvernig rannsaka megi magn málma í beinum og finna þannig hverjir unnu málminn.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband