Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
25.1.2010 | 16:58
Hádegisspjall miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13 í Sjóminjasafninu
Ráðgert er að hafa þessa spjallfundi með reglulegu millibili fram eftir vori en allar ábendingar með áhugaverð og þörf málefni eru vel þegnar. Við munum einnig stefna á að gera Víkina að okkar fasta stað en safnið er tilbúið að bjóða okkur gott tilboð á kaffi í staðinn, það kemur þó betur í ljós síðar.
Við í stjórninni viljum einnig nota tækifærið og hvetja nema í fornleifafræði til að mæta, sýna sig og sjá aðra.
Með kveðju,
Stjórnin.
21.1.2010 | 11:12
Ráðstefna um notkun loftmyndatækni og fjarkönnunar við skráningu fornleifa 25.-27. mars 2010
Auglýsing frá Fornleifavernd ríkisins
Í lok mars standa samtök evrópskra stjórnsýslustofnana fornleifamála ( EAC- Europae Archaeologiae Councilium, heimasíða: http://e-a-c.org/ ) fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um notkun loftmyndatækni og fjarkönnunar við skráningu fornleifa. Á ráðstefnunni halda erindi margir helstu sérfræðingar á þessu sviði í Evrópu.
Þátttaka er ókeypis, en það er óskað eftir að þið tilkynnið þátttöku fyrir 10. mars á netfangið: gunnar@fornleifavernd.is
20.1.2010 | 16:23
Umsóknarfrestur í Fornleifasjóð til 15. febrúar 2010
Auglýsing frá fornleifasjóði
Fornleifasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum skv. 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. Veittir verða styrkir til verkefna sem stuðla að rannsóknum og varðveislu á fornleifum og forngripum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2010. Á fjárlögum 2010 eru 19,1 milljónir króna til ráðstöfunar. Úthlutunarreglur sjóðsins nr. 73/2004 eru birtar í Stjórnartíðindum og á vef mennta-og menningarmálaráðuneytis, menntamalaraduneyti.is.
Umsóknir, í fjórum eintökum, sendist stjórn fornleifasjóðs, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Nánari upplýsingar á vef Menningar- og menntamálaráðuneytisins hér.
12.1.2010 | 14:24
Vísindaferð FFÍ og Fornleifafræðistofunnar
Vísindaferðin verður haldin á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 og hefst kl. 19.30.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta!
Kveðja,
Stjórn FFÍ
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 12:41
Ný stjórn FFÍ
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)