Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Fardagablót FFÍ 2009

Gott fólk. Jæja, nú er komið að því, loksins. Það sem allir hafa beðið eftir með endurnar í hálsinum, Fardagablót Fornleifafræðingafélags Íslands 2009. Eins og í öll þau skipti sem gleðskapur þessi hefur verið haldinn mun hann fara fram seinasta dag vetrar, þann 22. apríl næstkomandi. Ráðgert er að hittast á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, stundvíslega kl. 19.00.

Þar verður tekinn fordrykkur og línan löggð fyrir kvöldið. Spjall: Leyfilegt. Skjall: Litið hornauga.

Svo röltum við um 20:01 niður í bæ og snæðum í dásemdarhöll bragðlaukanna, veitingastaðnum Basil & Lime (heimasíða og matseðill staðarins að neðan). Veitingastaðurinn er í hávegum hafður hjá nautnaseggjum borgarinnar fyrir bragðgóðan mat og afar vandaða þjónustu.

Spjall: Hvatt til. Skjall: Ekki hvatt til þess, en þeir sem geta eigi notið matar án þess eru beðnir að halda því í algeru lágmarki, helst útaf fyrir sig.

Eftir matinn er ráðgert að rölta aftur á Fornleifafræðistofuna, í sama húsi og fyrr um kvöldið, kveðja veturinn og taka á móti sumrinu með stæl.

Spjall: Óspart. Skjall: Endilega. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta á Fardagablót ársins. Líklegt þykir að dagurinn muni enda í sögubókum þjóðarinnar, að minnsta kosti á fésskruddum félagsmanna.

Þess ber að geta að FFÍ stendur ekki straum að kostnaði í sambandi við fardagablótið, það gera félagsmenn sjálfir. Því eru félagsmönnum treyst að koma með sínar veigar sjálfir. Þeir félagar sem hyggjast fara á Basil og Lime eru beðnir að skrá sig eigi síðar en kl 17.00 þriðjudaginn 21. apríl, með því að senda póst á fornleifafraedingafelagid@gmail.com.

VARIST EFTIRLÍKINGAR!!

Nefndin.

Heimasíða Basil & Lime


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband