Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Dagskrá FFÍ 2009

Föstudaginn 30. janúar

Hádegisspjall á Kaffi Babalú Skólavörðustíg 22a

Umræðuefni verður fyrirhugaðar breytingar á kennsluskrá í fornleifafræði á BA og MA stigi.

 

Föstudaginn 27. febrúar

Hádegisspjall á Kaffi Babalú Skólavörðustíg 22a

Umræðuefni verður sýningin Endurfundir um uppgrefti sem styrktir voru af Kristnihátíðarsjóði og nýlega hefur verið opnuð á Þjóðminjasafninu.

Við hvertjum alla félaga til þess að mæta, þeir sem hafa áhuga á að verða meðlimir sendi tölvupóst á fornleifafraedingafelagid@gmail.com.

Nemendur í fornleifafræði eru sérstaklega velkomnir.


Vísindaferð FFÍ og Fornleifafræðistofunnar

Föstudaginn 23. janúar munu FFÍ og Fornleifafræðistofan halda sameiginlega vísindaferð fyrir fornleifafræðinema við Háskóla Íslands. Kynnt verða bæði störf FFÍ og Fornleifafræðistofunnar, boðið verður upp á veigar og spjallað verður fram eftir kvöldi.
Vísindaferðin verður haldin á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 og hefst kl. 19.00.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta!

Kveðja,
Stjórn FFÍ

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband