Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
26.1.2009 | 09:39
Dagskrá FFÍ 2009
Föstudaginn 30. janúar
Hádegisspjall á Kaffi Babalú Skólavörðustíg 22a
Umræðuefni verður fyrirhugaðar breytingar á kennsluskrá í fornleifafræði á BA og MA stigi.
Föstudaginn 27. febrúar
Hádegisspjall á Kaffi Babalú Skólavörðustíg 22a
Umræðuefni verður sýningin Endurfundir um uppgrefti sem styrktir voru af Kristnihátíðarsjóði og nýlega hefur verið opnuð á Þjóðminjasafninu.
Við hvertjum alla félaga til þess að mæta, þeir sem hafa áhuga á að verða meðlimir sendi tölvupóst á fornleifafraedingafelagid@gmail.com.
Nemendur í fornleifafræði eru sérstaklega velkomnir.
21.1.2009 | 21:31
Vísindaferð FFÍ og Fornleifafræðistofunnar
Föstudaginn 23. janúar munu FFÍ og Fornleifafræðistofan halda sameiginlega vísindaferð fyrir fornleifafræðinema við Háskóla Íslands. Kynnt verða bæði störf FFÍ og Fornleifafræðistofunnar, boðið verður upp á veigar og spjallað verður fram eftir kvöldi.
Vísindaferðin verður haldin á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 og hefst kl. 19.00.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta!
Kveðja,
Stjórn FFÍ
Vísindaferðin verður haldin á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 og hefst kl. 19.00.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta!
Kveðja,
Stjórn FFÍ
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)