Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
2.5.2008 | 10:52
Spjall með fornleifafræðinemum, 2. maí, kl. 17:15
Næsta spjall FFÍ verður í dag, kl. 17:15, á Fornleifafræðistofunni að Ægisgötu 10. Að þessu sinni verður spjallið haldið í sameiningu við Kuml, félag stúdenta í fornleifafræði, en umræðuefnið verður vettvangsnám fornleifafræðinema við HÍ. Rætt verður um hvort breytingar á fyrirkomulaginu séu æskilegar og hver reynsla og viðhorf stúdenta eru.
Boðið verður upp á snakk og léttvín. Við vonumst til að sjá sem flesta og hvetjum einkum stúdenta til þess að koma, enda varðar málið þá sérstaklega!
Athugið breyttan fundarstað!