Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gróska í fornleifarannsóknum á Íslandi - Dagskrá

Félag íslenskra fornleifafræðinga og Fornleifafræðingafélag Íslands halda
ráðstefnu í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands laugardaginn 28. apríl
kl.13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

13:00 – 13:15 Tvær rústir á Hálsi við Kárahnjúka. Rannsókn vegna
virkjanaframkvæmda á hálendinu norðan Vatnajökuls Garðar Guðmundsson.

13:15 – 13:30 Kot í Rangárþingi ytra. Könnunarskurðir í rústir sem hafa
verið að koma í ljós vegna uppblásturs. Margrét Hrönn Hallmundardóttir

13:30 – 13:45 Útskálar í Sveitarfélaginu Garði. Könnunarskurðir vegna
framkvæmda í þúst norðan við bæjarhól Útskála. Guðrún Alda Gísladóttir

13:45 – 14:00 Litlu Núpar í landi Laxamýri í Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu.
Könnunarskurðir í   garðlög,   tóft og möguleg kuml. Howell M. Roberts.

14:00 – 14:15 Búðarárbakki í Hrunamannahreppi. Rannsókn á 17. aldar býli.
Kristján Mímisson

14:30 – 14:45   Hafnarstræti, tónlistar og ráðstefnuhús í Reykjavík.
Rannsókn vegna framkvæmda.
Oscar Aldred

15:00 – 15:30 kaffi

15:30 – 15:45   Hof í Vopnafirði. Rannsókn vegna framkvæmda, á tóft innan
kirkjugarðs. Steinunn Kristjánsdóttir

15:45 – 16:00 Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Rannsókn á bæjarstæði.
Guðrún Alda Gísladóttir

16:00 – 16:15 Þórutóftir á Laugafellsöræfum. Tilgangur rannsókna er að
koma með kenningu um aldur og hlutverk Þórutófta. Sandmúli, Bálsbrekka og
Helgastaðir á Krókdal. Uppmæling á rústum og könnunarskurðir. Orri
Vésteinsson

16:30 – 17:00 Rannsókn á kumlum og mannvirkjum í Hringsdal við Arnarfjörð.
Adolf Friðriksson.


Gróska í fornleifarannsóknum á Íslandi - Ráðstefna FÍF og FFÍ

Félag íslenskra fornleifafræðinga og Fornleifafræðingafélag Íslands halda ráðstefnu í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands laugardaginn 28. apríl kl.13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
    Tæpast hefur farið fram hjá nokkrum manni að óvenjumikið hefur verið um fornleifauppgrefti um allt land á síðastliðnum árum. Er það helst Kristnihátíðarsjóði að þakka en sjóðurinn var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Auk þeirra fornleifarannsókna sem hlutu styrki úr Kristnihátíðarsjóði hefur verið ráðist í fjölmargar aðrar rannsóknir, stórar og smáar, sem eru allrar athygli verðar og ekki síður mikilvægar fyrir fræðin.
    Á ráðstefnunni verður að þessu sinni einungis fjallað um þær rannsóknir, sumar hverjar á óvæntum minjastöðum, aðrar til komnar vegna framkvæmda. Sem dæmi má nefna rannsókn á kumli í Hringsdal, á minjum sem hurfu í lónið við Kárahnjúkavirkjun og persónurannsókn á 17.aldar kotbónda. Að öðru leyti vísast til dagskrárinnar.
    Fornleifarannsóknum er ætlað að varpa ljósi á menningararfinn og merka sögustaði. Á ráðstefnunni verður fjallað um fornleifarannsóknirnar í stuttu máli en henni er öðrum þræði ætlað að efla samstarf þeirra sem að fornleifarannsóknum standa.
    Kristnihátíðarsjóður hefur lokið störfum en hann hefur verið mikilvæg hvatning fyrir fræðigreinina. Ýmsir aðrir aðilar hafa sömuleiðis veitt verkefnum á sviði fornleifafræði styrk með ýmsu móti á liðnum árum, s.s. Fornleifasjóður, sveitarfélög, byggðasöfn og Rannís auk þess sem framkvæmdaraðilar hafa á stundum kostað þau.

Ráðstefna er öllum opin og aðgangur ókeypis.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband