Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 11:43
Hádegissjall á Babalú, 1. nóv., kl. 11:30
Næsta spjall FFÍ verður næstkomandi fimmtudag, þann 1.11. kl. 11:30, í kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg. Umræðuefnið er nokkuð sem kemur öllum fornleifafræðinemum (en líka öðrum fornleifafræðingum) sérstaklega mikið við, þ.e. starfsmöguleikar fornleifafræðinga hérlendis. Við munum ekki aðeins ræða um það hvaða möguleikar eru fyrir hendi í faginu sjálfu heldur langar okkur líka að spjalla um það hverning umsóknum fornleifafræðinga er tekið innan annarra faggreina eða starfa.
Við í stjórn FFÍ vonumst til að sjá sem flesta þannig að úr því verða áhugaverðar umræður.
Stjórn FFÍ