18.3.2009 | 10:01
Hádegisspjall FFÍ 27. mars 2009
Kæru félagar.
Næsta spjall FFÍ kl. 12.00, á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg. Umræðuefnið að þessu sinni eru þýðingar á erlendum hugtökum yfir á íslensku. Borið hefur á því að notaðar séu mismunandi þýðingar á sama hugtakinu bæði innan fornleifafræðinnar sem og innan annarra fræðigreina. Mikilvægt er að sátt komist á um þýðingar svo hefð fyrir notkun þeirra myndist.
Nú er um að gera að fara að hugsa um hugtök sem vantar góðar þýðingar á. Sendið félaginu tölvupóst svo hægt sé að setja lista með hugtökum á heimasíðuna fyrir spjallið.
Við í stjórn FFÍ vonumst til að sjá sem flesta þannig að úr því verði áhugaverðar umræður.
Kveðja,
Stjórn FFÍ
Næsta spjall FFÍ kl. 12.00, á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg. Umræðuefnið að þessu sinni eru þýðingar á erlendum hugtökum yfir á íslensku. Borið hefur á því að notaðar séu mismunandi þýðingar á sama hugtakinu bæði innan fornleifafræðinnar sem og innan annarra fræðigreina. Mikilvægt er að sátt komist á um þýðingar svo hefð fyrir notkun þeirra myndist.
Nú er um að gera að fara að hugsa um hugtök sem vantar góðar þýðingar á. Sendið félaginu tölvupóst svo hægt sé að setja lista með hugtökum á heimasíðuna fyrir spjallið.
Við í stjórn FFÍ vonumst til að sjá sem flesta þannig að úr því verði áhugaverðar umræður.
Kveðja,
Stjórn FFÍ
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.