Fornleifavernd ríkisins er stjórnsýslustofnun sem fer með umsýslu fornleifamála landsins í umboði menntamálaráðherra. Stofnunin veitir m.a. leyfi til allra staðbundinna og tímabundinna fornleifarannsókna og lætur eftir föngum skrá allar þekktar fornleifar. Fornleifavernd ríkisins starfar á grundvelli laga nr. 107/2001.
Fornleifavernd ríkisins
The Archaeological Heritage Agency of Iceland
Fornleifavernd ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf minjavarðar Suðurlands
Ábyrgð og verksvið:
Starfssvið minjavarðar Suðurlands er í samræmi við lög nr. 107/2001 og 3. og 6. gr. laga nr. 104/2001. Það nær yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslur. Minjavörður hefur umsjón og eftirlit með fornleifum á svæðinu og er umsagnaraðili og ráðgjafi vegna framkvæmda er snerta fornleifar og friðaðar byggingar. Minjavörður fer með daglega stjórn skrifstofu minjavarðar og ber að stuðla að markvissri starfsemi á sínu sviði. Hann sér um gerð verkáætlana í samræmi við stefnu Fornleifaverndar ríkisins. Minjavörður ber ábyrgð á að áherslur og forgangsröðun verkefna samrýmist stefnu Fornleifaverndar ríkisins og fjárhagsramma stofnunarinnar.
Nánari upplýsingar um starf minjavarðar er að finna á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins: www. fornleifavernd.is
Menntunar- og hæfniskröfur:
Framhaldsmenntun á háskólastigi í fornleifafræði eða minjafræði er áskilin.
Stjórnunarreynsla og hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
Færni í íslensku, ensku og helst einu Norðurlandsmáli, jafnt töluðu sem rituðu máli.
Um er að ræða fullt starf og er ráðið í starfið frá 15. maí n.k.. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.
Umsókn með ferilskrá sendist Fornleifavernd ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík eigi síðar en 23. mars n.k. Upplýsingar veitir Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður (kristinhuld@fornleifavernd.is) í síma 5556630.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.