11.3.2009 | 18:47
Hugvísindaþing HÍ 13. og 14. mars
Kæru FFÍ félagar.
Næstkomandi föstudag og laugardag (13. og 14. mars) verður hið árlega Hugvísindaþing í Háskóla Ísland (sjá http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing_2009). Fjölmargar málstofur verða í boði og þar á meðal Fornleifafræði : saga og heimspeki hluta. Hún mun fara fram í stofu 050 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands laugardaginn 14. mars og stendur hún frá kl. 11:00 - kl. 17:00. Eftirfarandi fyrirlestrar verða í boði:
Gavin Lucas, lektor í fornleifafræði við HÍ: The Great Pyramid at Giza and Other Archaeological Objects. Materialization and History
Steinunn Kristjánsdóttir, lektor í fornleifafræði við HÍ: Toppurinn á ísjakanum - efnismenning Skriðuklausturs
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, lektor í heimspeki við HÍ: Eru hlutirnir hlutlægir?
Hildur Gestsdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Sögur af beinagrindum
Kristján Mímisson, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Frá bæjardyrum séð: um fagurfræðileg áhrif landslags
Oscar Aldred, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Archaeologies of landscape
Nikola Trbojevic, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Woodland resource impact in the settlement period of Iceland: an overview and analysis of the existing research
Arndís Árnadóttir, doktorsnemi í sagnfræði við HÍ: Húsgögn sem heimildir um nútímavæðingu Íslendinga
Rúnar Leifsson, doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ: Dýrafórnir og grafsiðir: Kennileg umgjörð fyrir óhefðbundna nálgun í dýrabeinafræði
Stjórn FFÍ hvetur alla til að mæta og taka þátt í umræðum. Það er ekki oft sem fornleifafræðilegar málstofur eru í boði þar sem fjallað er um ýmis ný viðfangsefni fræðigreinarinnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.