25.2.2009 | 00:16
Hádegisspjall FFÍ föstudaginn 27. febrúar
Kæru félagar
Næsta spjall FFÍ verður næstkomandi föstudag, þann 27. febrúar. kl. 12.00, á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg.
Umræðuefnið að þessu sinni er Endurfundir, nýopnuð sýning í Þjóðminjasafninu um niðurstöður fornleifarannsókna sem styrktar voru af Kristnihátíðarsjóði. Sýningin er stór áfangi í íslenskri fornleifafræði, sem og útgáfa bókar í tengslum við hana. Af því tilefni er vel þess virði að ræða saman um sýninguna og rýna í kosti hennar og galla.
Við hvetjum því alla þá sem ekki hafa enn séð Endurfundi að bæta úr því, enda vel þess virði. Þess má geta að á miðvikudögum er ókeypis aðgangur að Þjóðminjasafninu.
Næsta spjall FFÍ verður næstkomandi föstudag, þann 27. febrúar. kl. 12.00, á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg.
Umræðuefnið að þessu sinni er Endurfundir, nýopnuð sýning í Þjóðminjasafninu um niðurstöður fornleifarannsókna sem styrktar voru af Kristnihátíðarsjóði. Sýningin er stór áfangi í íslenskri fornleifafræði, sem og útgáfa bókar í tengslum við hana. Af því tilefni er vel þess virði að ræða saman um sýninguna og rýna í kosti hennar og galla.
Við hvetjum því alla þá sem ekki hafa enn séð Endurfundi að bæta úr því, enda vel þess virði. Þess má geta að á miðvikudögum er ókeypis aðgangur að Þjóðminjasafninu.
Kveðja,
stjórn FFÍ
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.