18.2.2008 | 11:37
Söfnun gripa úr fornleifauppgröftum, 21. febrúar 2008, kl. 20:00
Fornleifafræðingafélag Íslands og Félag íslenskra fornleifafræðinga bjóða alla hjartanlega velkomna á sameiginlegan umræðufund um söfnun gripa úr fornleifauppgröftum.
Á síðustu árum hafa farið fram stórar og smáar rannsóknir þar sem fjöldi gripa hefur verið mjög mikill. Í þessu sambandi hafa vaknað margar spurningar um hverju sé safnað og hvort það eigi að safna öllu og hver taki ákvörðun um það. Þau Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, Lilja Árnadóttir, fagstjóri munadeildar Þjóðminjasafns Íslands, Gavin Lucas, lektor við Háskóla Íslands, og Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur, Ármann Guðmundson, fornleifafræðingur, munu halda stutt erindi. Að því loknu verða vonandi líflegar umræðum um efni kvöldsins.
Umræðufundurinn verður haldinn í kjallara Fornleifaverndar ríkisins fimmtudaginn 21. febrúar, kl. 20:00.
Fornleifafræðingafélögin munu bjóða upp á léttar veitingar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.