3.9.2007 | 11:07
Annað hefti Ólafíu, rits FFÍ er komið út
Út er komið annað hefti Ólafíu, rits Fornleifafræðingafélags Íslands (FFÍ). Í heftinu, sem ber að þessu sinni yfirskriftina Félagatal, eru eingöngu greinar eftir félagsmenn FFÍ. Fjórar greinarnar eru þýddar en þær eru eftir dr. Ólafíu Einarsdóttur, dr. Lotte Hedeager, dr. Anders Andrén og dr. Jesse Byock og samstarfsmenn hans. Þrjár nýjar greinar eru í heftinu en þær eru eftir dr. Bjarna F. Einarsson, Dagnýju Arnarsdóttur og Sigrid Cecilie Juel Hansen. Ritstjórar eru dr. Steinunn Kristjánsdóttir og Vala Björg Garðarsdóttir.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook