Sameiginleg umsögn FFÍ og FÍF um drög að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd á Íslandi 2006 - 2011

Þann 18. janúar héldu FFÍ og FÍF sameiginlegan félagsfund vegna stefnumörkunar stjórnvalda í fornleifavernd 2006 - 2011. Niðurstaða þess fundar var að félagsmenn beggja félaga samþykktu einróma að hafna alfarið þeim drögum að stefnu í fornleifavernd sem send voru til umsagnar. Í kjölfarið var formönnum félaganna, þeim Steinunni Kristjánsdóttur (FFÍ) og Garðari Guðmundssyni (FÍF), falið að fara með málið sameiginlega fyrir hönd félaganna tveggja. Fjögurra manna nefnd var skipuð en í henni sátu Steinunn og Garðar auk Kristjáns Mímissonar (FFÍ) og Ragnheiðar Traustadóttur (FÍF). Nefndin reyndi að fá fund með menntamálaráðherra um málið en það tókst ekki. Því var farin sú leið að senda menntamálaráðuneytinu bréf þar sem drögunum og tilheyrandi greinargerð er hafnað. Allir sem áhuga hafa að lesa bréfið geta sótt texta þess hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband