Einnar viku námskeið á Ísafirði um vernd og nýtingu strand- og neðansjávarminja

Menningarminjar finnast ekki eingöngu á þurru landi; hafsbotninn er einnig ríkur af þeim. Sokkin skipsflök bera hljóðlátan vitnisburð um hamfarir fyrri tíma – en einnig um sögu, efnismenningu, sjósókn og viðskipti. Sjávarsíðan geymir minjar um nytjar og náttúruvit þeirra sem þar höfðust við. 

Í þessu vikunámskeiði verða minjar og menningararfur sjávarsíðunnar, ofan og neðan hafflatar, í brennidepli. Farið verður yfir eðli þeirra, alþjóðlegar aðferðir við skrásetningu og varðveislu (ekki síst með tilliti til hækkunar sjávarborðs) og þann lærdóm sem hægt er að draga af minjum og menningararfi í sjó og við strendur. 

Námskeiðið er kennt á ensku og er á meistarastigi. Kennari er Brad Barr, ráðgjafi hjá Office of National Marine Sanctuaries í Bandaríkjunum og doktorsnemi við Háskólann í Alaska. Gestafyrirlesari er Ragnar Edwardsson. Þetta er í fimmta sinn sem Brad Barr kennir námskeið við Háskólasetur Vestfjarða og er hann vel kunnugur aðstæðum á Íslandi. Glöggt er gests augað! 

Tími: 28.11.2011-02.12.2011 

Frekari upplýsingar um forkröfur, áfangalýsingu, hæfniviðmið, vinnuálag, kostnað og skráningu er að finna á síðu námskeiðsins á vefsíðu Háskólaseturs Vestfjarða, www.uwestfjords.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í netpósti á dagny@uwestfjords.is 

Athugið að innritaðir nemendur við íslenska ríkisháskóla greiða aðeins umsýslugjald. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband