Menningarminjar finnast ekki eingöngu á þurru landi; hafsbotninn er einnig ríkur af þeim. Sokkin skipsflök bera hljóðlátan vitnisburð um hamfarir fyrri tíma en einnig um sögu, efnismenningu, sjósókn og viðskipti. Sjávarsíðan geymir minjar um nytjar og náttúruvit þeirra sem þar höfðust við.
Í þessu vikunámskeiði verða minjar og menningararfur sjávarsíðunnar, ofan og neðan hafflatar, í brennidepli. Farið verður yfir eðli þeirra, alþjóðlegar aðferðir við skrásetningu og varðveislu (ekki síst með tilliti til hækkunar sjávarborðs) og þann lærdóm sem hægt er að draga af minjum og menningararfi í sjó og við strendur.
Námskeiðið er kennt á ensku og er á meistarastigi. Kennari er Brad Barr, ráðgjafi hjá Office of National Marine Sanctuaries í Bandaríkjunum og doktorsnemi við Háskólann í Alaska. Gestafyrirlesari er Ragnar Edwardsson. Þetta er í fimmta sinn sem Brad Barr kennir námskeið við Háskólasetur Vestfjarða og er hann vel kunnugur aðstæðum á Íslandi. Glöggt er gests augað!
Tími: 28.11.2011-02.12.2011
Frekari upplýsingar um forkröfur, áfangalýsingu, hæfniviðmið, vinnuálag, kostnað og skráningu er að finna á síðu námskeiðsins á vefsíðu Háskólaseturs Vestfjarða, www.uwestfjords.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í netpósti á dagny@uwestfjords.is
Athugið að innritaðir nemendur við íslenska ríkisháskóla greiða aðeins umsýslugjald.
Námskeiðið er kennt í staðnámi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.