7.9.2011 | 23:08
Siðareglur fyrir íslenskt vísindasamfélag
Rannís óskar eftir samstarfi við vísindamenn, rannsakendur og fræðimenn til að skapa íslensku vísinda- og rannsóknarsamfélagi sterka siðferðilega umgjörð.
Rannís hefur að beiðni Vísinda- og tækniráðs sett fram tillögur sem er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir vönduð vinnubrögð í vísindum.
Allir sem telja sér málið skylt eru hvattir til að kynna sér það nánar hér og koma á framfæri athugasemdum á netfangið sidareglur@rannis.is fyrir 15. október 2011.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.