18.2.2011 | 12:50
Fyrirlestur um fornleifarannsóknir á Svalbarði í Þistilfirði
Þriðjudaginn 22. febrúar n.k. mun Dr. Jim Woollett halda fyrirlestur á vegum námsbrautar í fornleifafræði um fornleifarannsóknir á Svalbarði í Þistilfirði
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 423 í Árnagarði og hefst kl. 16.30
Nánari lýsing:
Á árunum 1986-88 fór fram merkileg rannsókn á Svalbarði í Þistilfirði. Hópur bandarískra fornleifafræðinga gróf þar í gegnum öskuhaug sem talinn var spanna lungann úr Íslandssögunni, frá seinni hluta víkingaaldar til þeirrar 18. Á grundvelli umfangsmikilla greininga á dýrabeinum úr haugnum voru dregnar víðtækar ályktanir um þróun efnahags á Íslandi á þessu tímabili. Dr. Jim Woollett tók þátt í þessari rannsókn á sínum tíma en hefur síðastliðin þrjú ár farið fyrir nýju rannsóknarverkefni á Svalbarði í samstarfi við íslenska fornleifafræðinga. Rannsóknir þeirra hafa leitt til endurskoðunar á tímasetningu öskuhaugsins og mun Dr. Woollett gera grein fyrir afleiðingum hennar í erindi sínu auk þess sem hann mun kynna aðrar niðurstöður athugana síðustu ára.
Dr. Jim Woollett er prófessor í fornleifafræði við Département dhistoire og Centre détudes nordiques, Université Laval í Quebec, Kanada
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 423 í Árnagarði og hefst kl. 16.30
Nánari lýsing:
Á árunum 1986-88 fór fram merkileg rannsókn á Svalbarði í Þistilfirði. Hópur bandarískra fornleifafræðinga gróf þar í gegnum öskuhaug sem talinn var spanna lungann úr Íslandssögunni, frá seinni hluta víkingaaldar til þeirrar 18. Á grundvelli umfangsmikilla greininga á dýrabeinum úr haugnum voru dregnar víðtækar ályktanir um þróun efnahags á Íslandi á þessu tímabili. Dr. Jim Woollett tók þátt í þessari rannsókn á sínum tíma en hefur síðastliðin þrjú ár farið fyrir nýju rannsóknarverkefni á Svalbarði í samstarfi við íslenska fornleifafræðinga. Rannsóknir þeirra hafa leitt til endurskoðunar á tímasetningu öskuhaugsins og mun Dr. Woollett gera grein fyrir afleiðingum hennar í erindi sínu auk þess sem hann mun kynna aðrar niðurstöður athugana síðustu ára.
Dr. Jim Woollett er prófessor í fornleifafræði við Département dhistoire og Centre détudes nordiques, Université Laval í Quebec, Kanada
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.