11.2.2011 | 21:49
Hádegisfyrirlestur þriðjudaginn 15. febrúar
Þriðjudaginn 15. febrúar mun Lilja Árnadóttir flytja hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við nýja sýningu í Bogasal safnsins: Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn.Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og er gestum að kostnaðarlausu. Verið velkomin!
Íslensk, útskorin horn eru vitnisburður um listfengi útskurðarmeistara fyrri alda. Elstu varðveittu hornin eru frá síðmiðöldum og þau eru alskreytt myndum eða jurtamynstri og sum áletruð höfðaletri. Lilja mun segja frá þeirri fornu íslensku hefð að skera út myndir, mynstur og letur í nautshorn, bregða upp myndum af hornum og fjalla um notkun þeirra gegnum aldirnar. Að erindinu loknu býðst gestum að skoða sýninguna Guðvelkomnir, góðir vinir!
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.