Fyrsta hádegisspjall FFÍ á vorönn á kaffi Babalú, föstudaginn 2. febrúar, kl. 11:30.

Fyrsta hádegisspjall FFÍ á vorönn verður haldið á kaffihúsinu Babalú næstkomandi föstudag, 2. febrúar, kl. 11:30. Þessir viðburðir þóttu takast vel á haustönn og standa vonir til að jafn góðar umræður muni fara fram nú á vorönninni.
Efni næsta hádegisspjalls verða drög stjórnvalda að stefnu í fornleifavernd á Íslandi og þá sérstaklega framtíðarhugmyndir um friðlýsingu fornminja og umgengni um þær, m.a. með rannsóknir í huga. Allir félagsmenn ættu nú þegar að hafa fengið drögin í hendurnar þannig að þeir sem vilja kynna sér þau betur fyrir föstudaginn geta gert það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband